Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 14
Tímarit Máls og menningar Islendingasögur út frá siðfræði og heimspeki. Báðir eru að fara í saumana á hugmyndum Hermanns Pálssonar sem hann setti fram fyrst hér í Tímaritinu fyrir tveim áratugum um að fornsögurnar boði í raun og veru kristna siðfræði. Sú nýbreytni verður tekin upp frá og með þessu hefti að birta skrá yfir höfunda efnis aftast i heftinu. Vonandi kemur þetta fróðleiksfúsum lesendum að gagni þótt aðeins séu gefnar einföldustu upplýsingar. SA Sigtryggur Jónsson Er rétt að það sé ekkert mál? Síðastliðin 15—20 ár hefur vímuefnanotkun unglinga og ungs fólks borið á góma af og til hér á landi. Framan af var umræðan fyrst og fremst á síðum dagblaðanna og þá einkum sem fréttir af upptöku slíkra efna við tilraunir til að smygla þeim inn í landið eða að lögreglan kom að hópi fólks við neyslu. Oðru hverju slógu dagblöð þessum málum upp og kröfðust þess að yfirvöld gerðu eitthvað róttækt til að koma í veg fyrir að ófögnuðurinn helltist yfir okkur eins og nágrannalöndin. Að öðru leyti talaði fólk ekki mikið um þetta og yfirvöld létu nægja að stofna fíkniefnalögreglu og fíkniefnadómstól og efla tollgæslu með leitarhundum. Þó skaut upp hópum sem vildu að hass yrði gert löglegt, og brá þá svo við að almenningur snerist öndverður gegn þeim hugmyndum. Um og fyrir 1980 var ekki mikið vitað um skaðsemi hassnotkunar og ýmsar bábiljur og rangar fullyrðingar gengu ljósum logum, einkum meðal þeirra sem lítið sem ekkert vissu. Það varð til þess að þeir sem betur vissu (neytendurnir) héldu enn fastar við þá skoðun sína að hassið væri skaðlaust og því eðlilegt að leyfa sölu þess. A þessum tíma var það fólk sem notaði hass og önnur vímuefni tiltölulega vel félagslega aðlagað og hafði peninga til að borga fyrir efnið sem það notaði. Þess vegna voru fá afbrot tengd neyslunni og samfélagið gat leyft sér að líta framhjá henni. Það voru mest einstaklingar og litlir hópar sem stunduðu smygl til eigin þarfa en lítið sem ekkert til að hagnast á því fjárhagslega. Þessir hópar voru fyrst og fremst að krydda tilveruna — sem þó var allvel krydduð fyrir. A síðustu 4—5 árum hefur þetta verið að breytast. Neytendahópurinn hefur stækkað og yngst og nú eru í honum einstaklingar sem ekki er hægt að segja að séu vel aðlagaðir félagslega og þar af leiðandi einstaklingar sem ekki geta fjármagnað neyslu sína. Afbrotum hefur fjölgað sem tengjast vímuefnaneyslu beinlínis og smygl í gróðaskyni hefur aukist. Um leið hafa fleiri vímuefni bæst 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.