Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 33
Saga og sidferði túlkunarvandinn einmitt í þessu og þar kemur tvennt til. I fyrsta lagi er ljóst að við getum ekki ætlað okkur þá dul að komast að niðurstöðum um siðferðisviðhorf sagnanna sem væru ekki „litaðar" af skilningi okkar á sjálfum okkur og veruleika okkar almennt. Við getum því aldrei ráðið í hugmyndaforða sagnanna algjörlega fordómalaust, heldur þurfum við að leitast við eftir megni að tengja eigin hugmyndaheim hinu framandi við- fangsefni þannig að veruleiki þess fái að njóta sín. I öðru lagi er álitamál hver þessi veruleiki eða hugmyndaheimur sagnanna er. Allar túlkanir á siðfræði sagnanna hvíla á ákveðnum tilgátum í þessa veru, ákveðnum hugmyndum um heildarsamhengi sem hægt sé að fella rás atburða og athafna í. Þetta heildarsamhengi er þó ekki gefið í sögunum sjálfum, heldur hvílir það á skilningi túlkandans á viðfangsefni sínu og birtist í viðleitni hans til þess að fella einstaka hluta þess í rökrétta, skiljanlega heild. Það eru mismunandi hugmyndir manna um hvert þetta heildarsamhengi er sem valda þeim túlkunardeilum sem upp hafa komið um siðfræði Islendingasagna. II í aðalatriðum mætti segja að tvö meginviðhorf hafi verið ríkjandi við greiningu fræðimanna á siðfræði íslendingasagna. Hermann Pálsson dregur fram inntak þeirra og greinarmun á einum stað. sumir fræðimenn leggja sérstaka áherslu á gildi sagnanna fyrir germanskan, norrænan og heiðinn hugsunarhátt og telja þær til hreinræktaðra hetjubók- mennta, en á hinn bóginn eru aðrir, sem leitast við að skýra sögurnar út frá sjónarmiði þess kristna þjóðfélags sem ól þær. Fyrri stefnuna mætti kalla rómantík í sagnaskýringum og hina síðari húmanisma. (HP, 1970: 31). Lítum fyrst nánar á rómantíska viðhorfið. Um það ætti þó ekki að þurfa að fjölyrða því mér virðist að það sé hið viðtekna sjónarmið íslendinga til sagnanna, enda haldið fram af flestum fremstu norrænufræðingum okkar. Rauði þráðurinn í þessu sjónarmiði er að sögurnar lýsi einkum heiðinni hetjudýrkun, sómatilfinningu og örlagatrú og að skýringa á siðferði sögu- hetjanna sé að leita í hugmyndum þeirra um sæmd og drengskap, orðstír og hefndarskyldu, sem séu í grundvallaratriðum ólíkar hugsunarhætti kristninnar. „Harðdrægnin, það er sæmdin, andi norrænnar heiðni, karl- mennska, viljakraftur, þrek og hugrekki," segir Einar Olafur Sveinsson (EÓ, 1943: 156). Olafur Briem kemst að kjarna málsins þear hann skrifar: „Sómatilfinningin er burðarásin í flestum íslendinga sögum. Nær allar deilur risu af særðri sómatilfinningu, sem ætt eða einstaklingur hlaut að 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.