Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 38
Tímarit Máls og menningar með sér ótal merkingar sem heyra til ákveðinni menningu og sögu sem aldrei er hægt að gera sér fulla grein fyrir, en er engu að síður uppspretta orðræðu okkar og hugsana að miklu leyti.“ (PS, 1981: 189—190). í öðru lagi sýnist mér að það sé í rauninni aðeins forvitnilegt aukaatriði í rannsóknum á siðfræði sagnanna að reyna að sanna kristni eða heiðni í hugmyndaheimi þeirra. Hið raunverulega viðfangsefni ætti að vera hvaða lærdóma við getum dregið af sögunum sjálfum um mannlegt siðferði, og þá ekki aðeins á þeim tíma sem þær gerðust eða á ritunartíma þeirra, heldur almennt og yfirleitt. Það er einkenni sígildra bókmenntaverka, eins og Islendingasögur eru, að þau höfða til mannlegs hlutskiptis og reynslu á öllum tímum og eru því óþrjótandi uppspretta hverrar kynslóðar til þess að öðlast betri skilning á sjálfri sér og aðstæðum sínum. Það er hlutverk mannlegra fræða að glæða þennan skilning og í því efni ættu rannsóknir á sögunum ekki að vera nein undantekning. í ljósi þessara atriða held ég að það sé mikilvægt að drepa umræðuna um siðfræði íslendingasagna úr dróma þeirrar túlkunaraðferðar sem ég hef verið að lýsa og fara að viðfangsefninu undir öðrum sjónarhornum. Einna árangursríkast þegar um þetta efni er að ræða tel ég vera að leitast við að greina það siðferði sem sögurnar lýsa í ljósi þeirrar samfélagsgerðar sem er vettvangur athafna þeirra og hugmynda. Hér hafa nokkrir fræðimenn þegar varðað veginn og mun ég styðjast við hugmyndir þeirra í því sem hér fer á eftir. III „Yfirleitt hefur verið látið undir höfuð leggjast að meta sögurnar frá siðfræðilegu sjónarmiði, heldur hefur hið sagnfræðilega og hið fagurfræði- lega verið látið nægja.“ (HP, 1966: 17). Undir þessi orð Hermanns Páls- sonar er óhætt að taka, þótt sýnt sé að hann leggi alltof þröngan skilning í það hvað í siðfræðilegu mati felst. Hann telur það einn meginannmarkann á athugunum rómantískra ritskýrenda að þeir „miði við persónur og atburði, hvort sem þeir verði sannaðir eða ekki, fremur en hugmyndir. “ (HP, 1981: 15). Við siðfræðilega rannsókn á sögunum hlýtur túlkandi að sjálfsögðu að taka mið bæði af athöfnum og atburðarás sögunnar og af þeim hugmyndum sem fram koma í sögunum að öðru leyti, svo sem í spakmælum og málshátt- um, og fela í sér yfirvegun athafna eða atburða. Það skiptir þó meginmáli að einangra ekki umfjöllun um athafnir sögupersóna eða hugmyndir, sem hugsanlega má rekja til höfundar eða sagnaritara, frá greiningu á þeim mannlega veruleika sem verkin lýsa almennt. Tilteknar athafnir eða hug- myndir eru í rauninni ekki annað en vísbendingar um það siðferði sem þær 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.