Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 44
Tímarit Máls og menningar og persónuleika. Þessi áhersla á manngerðina er alls ekki í neinni andstöðu við þá hugmynd að hetjusiðferðið sé afsprengi félagslegra aðstæðna, heldur rennir hún raunar frekari stoðum undir hana. I athugunum sínum á sögu og uppruna siðferðisins bendir Friedrich Nietzsche (1844 — 1900) á að „sið- ferðileg hugtök hafi alls staðar verið fyrst notuð um manneskjur en síðar meir hafi þau verið yfirfærð á mannlegar athafnir.“ (FN, 1886: 260). Það var manneskjan sjálf, upplag hennar og eiginleikar, sem siðferðilegir dómar snerust um, en ekki ákveðnar tegundir athafna sem eru réttar og rangar, burtséð frá því hver fremur þær, eins og síðar verður upp á teningnum. Sértekningin sem í því felst að draga tilteknar athafnir í dilka réttlætis og ranglætis virðist ekki koma fram í hugarheimi Islendingasagna. Walter Gehl kemst þannig að orði að í sögunum sé engin „siðfræðileg yfirbygging"; það sé hinn lifandi einstaklingur en ekki eitthvert sértækt siðferði sem máli skipti. (WG, 1937: 75). Það hefur ekki enn myndast það svigrúm í hug- myndaheimi manna að þeir leggi athafnir sínar á kvarða sjálfstæðrar sið- fræðilegrar mælistiku. Siðferðileg vitund manna velkist því ekki í yfirvegun um rétt og rangt, gott og illt, heldur birtist hún óbrotin í viðbrögðum manna við aðstæðum sínum hverju sinni. Menn eru nefndir til sögunnar sem fullmótaðar manngerðir í siðferðilegum skilningi og það sem einu sinni er um þá sagt gengur yfirleitt eftir. Þessi lýsing á siðferðisvitund söguhetjanna er í fullu samræmi við þá hugmynd að það sé félagsleg staða þeirra og tengsl við aðra sem ákvarða hvað þeirn beri að gera. Siðferðisvitund manna er svo samofin félagslegri sjálfskennd þeirra að þeir vita jafnan hverjar skyldur þeirra eru og eiga um það eitt að velja að rækja þær eða ekki. Spurning eins og „ber mér skylda til að hefna bróður míns?“ er bersýnilega merkingarlaus í þessu samhengi. Spennan í sögunum snýst ekki um það hvort menn eigi að hefna heldur hvernig og hvenær. Það er að vísu hægt að láta hefndarskylduna lönd og leið, en einungis með þeim afarkostum að verða talinn lítilmenni, enda ófá frýjunarorðin sögð í slíkum aðstæðum. Olafur Lárusson kemst svo að orði um hefndarskylduna að almenningsálitið hafi helgað hana svo sterklega „að sá maður, sem brást henni, gat átt á hættu að vera nefndur hvers manns níðingur.“ (OL, 1958: 147). En auk þess að vera afdráttarlaus krafa almenn- ingsálitsins, þá er þessi skyldurækni inntak þeirrar sjálfsvirðingar sem er líftaug drengskaparins. Það er því villandi að draga skýr mörk á milli „ytri“ og „innri“ kennimerkja hetjuskaparins, eins og sumir fræðimenn hafa gert. (VT, 1955: 139—141). Inntak drengskaparins er ekki að vera trúr einhverj- um sjálfstæðum siðferðishugmyndum, heldur að vera trúr sjálfum sér og öðrum. Það sem gildir er að staðfesta drengskap sinn stöðugt í tilteknum aðstæðum, ekki óháð því hvað öðrum muni sýnast um það, heldur einmitt 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.