Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 51
Föruneyti syndarinnar
af reynslu né leirskáldum. Fátt getur spillt meir góðu siðferði en lélegar
prédikanir og hugvekjur í nöldurstón, jafnvel þótt talað sé frá hjartanu og
ræðumaður hafi óbeit á allri synd.
Ein málsgrein í Hugsvinnsmálum hljóðar á þessa lund:
Líkams losti
tælir lýða hvern,
er í sællífi situr.
Hér er vitaskuld um að ræða hugmynd, sem minnir á fyrri dæmi um ill
áhrif ofdrykkju og ofáts. Þótt hér sé ekki um mikinn skáldskap að ræða, þá
verður ekki annað sagt en að skýrt og vel sé að orði komizt. Til samanburð-
ar við þessar Ijóðlínur er rétt að taka orð Sólarljóða:
Hörundar hungur
tælir hölda oft,
hann hefur margur til mikinn.
Bæði skáldin nota sögnina að tœla, en þar sem gerandi hennar í Hug-
svinnsmálum er svo ótvíræður, að hvort orðið um sig líkamur og losti eru
sömu merkingar og í venjulegu máli, þá beita Sólarljóð skáldlegra orðalagi;
með því að skipa saman hörundi og hungri, eins og hér er gert, þá öðlast
hvort orðið um sig ný hlutverk, enda er hórund í þessu sambandi langtum
magnaðra en líkamur, og á sömu lund skortir losta þá kynngi sem orðið
hungur hefur. Nú er það vitað, að skáld Sólarljóða hefur þekkt Hugsvinns-
mál, og í þessu erindi er tekizt á hendur að snara setningunni „Líkams losti
tælir lýða hvern“ á skáldlegt mál: „Hörundar hungur tælir hölda oft.“ Hér
er syndinni og íslenzkri tungu sýnd sú virðing, sem hvorritveggja ber.
Enginn veit hvað skáld Sólarljóða hét né hvar hann átti heima og hvenær
hann var uppi. Ef til vill hefur hann verið samtímamaður Snorra Sturlu-
sonar, en hvernig sem því kann að vera háttað þá hafa fáir menn ort öllu
betur en hann á þessu landi, og verður honum einna helzt jafnað við Jónas
Hallgrímsson, göfugasta skáldið sem þjóðin hefur alið. Þessi tvö skáld velja
ekki einungis beztu orðin í hvert hlutverk, heldur er þeim báðum sameigin-
legt, að þeir finna ávallt hverju orði maklegan stað í ljóðum sínum.
Islendingar sem vilja kynnast syndinni verða að lesa Sólarljóð.
Þótt ekki sé það óvenjulegt að tala um sætar syndir né heldur að beita
andstæðunum scetur og súr, þá ætla ég, að fáum hafi tekizt betur en skáldi
Sólarljóða, þar sem andstæðan er scetur og sár:
Sætar syndir
verða að sárum bótum:
æ koma mein eftir munúð.
41