Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 56
Haraldur Bessason Um Völundarkviðu Fyrirlestur fluttur í boði Vísindafélags Islendinga 29. febrúar 1984. í Sæmundar Eddu er Völundarkviðu fenginn staður milli Þrymskviðu og Alvíssmála. Hafa fræðimenn löngum talið að hún myndi meðal elstu kvæða í þeirri bók. Sagan um Völund sem á heima á norðurslóð, eignast konu sem getur brugðið sér í álftarham og þreyr sambúð með manni sínum í átta ár en hverfur síðan með systrum sínum tveim, eiginkonum bræðra Völundar, er gamalt ævintýraminni. Kviðan um Völund er þó lengri. Skömmu eftir konuhvarfið koma menn Níðaðar Njárakonungs í Ulfdali, meðan Völundur er á veiðum, og ræna hann hring einum. Ekki láta þeir sitja við ránið, heldur gera þeir, að því er virðist, Völundi aðra heimsókn og fara með hann í fjötrum heim í konungsgarð. Það er skorið á sinar hans og hann hnepptur í dýflissu til að þræla fyrir konung. Hefur hann þegar hér er komið sögu því drjúga ástæðu til að koma fram hefndum. Þessi hluti Völundarsögunnar og einnig það sem á eftir fer er kunnugt víða um lönd, og hafa fræðimenn rakið feril sögunnar af mikilli skarpskyggni. Heimildir um Völund eru þó víða í molum. Brot af kvæði hér og myndir klappaðar í stein eða skornar á hvalbeinskassa þar. Heilleg er þó Völundarkviða og sömuleiðis frásagnir Þiðrekssögu um sama efni. Völundarkviða er fágætt listaverk, fáguð að formi og stíl. I undirdjúpum hennar kennir ýmiss konar strauma. Stundum eru þeir hægir en þó þungir. Stundum eru þeir bæði stríðir og hættulegir. Torræður er Völundur sjálfur en mynd hans seiðmögnuð. Hann skríður mjúklega um fjöll norðursins, er veðureygur og kann vel að toga í bogastreng. Þá er lífið honum gott. Brátt fer þó að síga á ógæfuhliðina. Svanamærin kona hans hverfur með systrum sínum, eins og fyrr segir, mjög skyndilega. Þeir bræður leita kvenna sinna án árangurs, og þar kemur brátt að Völundur þreyr einn í Úlfdölum, bíður heimkomu eiginkonunnar og notar hagleik sinn til að smíða handa henni gullhringa. „Margur ætlar mig sig,“ segir orðtakið. Tryggðin er ekki óbrigðul. Svanmeynni seinkar. Menn Níðaðar ræna Völund einum hring af sjö hundruð, og hefur sá baugur sýnilega búið yfir sérstökum eiginleikum. Völundur kemur heim af veiðum, verður hringhvarfsins var, og hyggur 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.