Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 57
Um Völundarkvidu fyrst að kona sín sé komin aftur heim og valdi hún hringhvarfinu. Meðan hann ígrundar þennan atburð grunlaus um lævísi heimsins, sígur á hann höfgi svo að hann sofnar. Þreyttur eftir veiðiförina? mætti spyrja. Eða veldur hringhvarfið svefninum? Hvað sem því líður, verður hann brátt að horfa upp á gersemar sínar í höndum konungsfólks, er limlestur og honum stungið í sævar stöð. Tryggðarof, eignamissir, limlesting og þrælkun — ekki ósmá lest þjáninga sem saklaus maður verður að þola — og ekki að undra þótt hann vilji rétta hlut sinn. Drepur hann fyrst kóngssyni tvo, smíðar gersemar úr höfuðbeinum þeirra til útbýtingar meðal þeirra nánustu, gerir konungsdótturinni barn og rekur síðan svívirðinguna fyrir konunginum sjálfum honum til háðungar og sálarkvala — eða svo hefur mörgum skilist. Flýgur hann síðan brott úr konungsgarði, og ef frá eru skilin stutt orða- skipti milli konungs og vanfærrar dóttur hans, er kviðunni lokið. Kann einhverjum að finnast það snubbóttur endir mikillar sögu, en þar við verður að sitja, þótt framhald megi finna í miklu yngri frásögn. Þótt Völundarkviða byggi á tveim mismunandi sögum, er hún heildstætt verk. Ef litið er til að mynda á rökrœnt samhengi hennar, er ákveðið jafnvægi milli mótgerða og hefnda, jöfn stígandi báðum megin. Þegar konan flýgur brott frá Völundi í öndverðri kviðu, er viss ótryggð að baki flugi hennar sem verður allóbærileg við leit Völundar og síðar grunlausa bið. Má þó virða konunni það til vorkunnar að hún er í ætt við álftir eins og systur hennar tvær og því eflaust erfitt að njörva hana niður í skála eða eldahúsi. Þessi fyrsti þáttur mótgerðanna við Völund dregur athyglina að snörum þætti í fari hans sjálfs, þ. e. trygglyndi því sem veldur grandaleysi hans í upphafi kviðunnar. Hvort tveggja á sér sýnilega rætur í mjög djúpu tilfinningalífi. Andstæður Völundar í sjálfu upphafi kviðunnar eru að þessu leyti ekki skarpar en þó unnt að greina þær. Annars vegar er brottför eiginkonunnar andstæð biðlund bónda hennar. Hins vegar sýna bræður Völundar tveir skort á þessum eiginleika hans, þeir hverfa sporlaust út í bláinn, en hann situr einn eftir. Eykur það vissulega áhrifamátt kviðunnar að þegar konungsmenn svíkjast að Völundi sofandi, á í hlut einstaklingur sem á sinni slóð hefur tekið öðrum fram um trygglyndi. Verða gripdeildir konungsmanna og innrás í Ulfdali átakanlegri en ella af þessari sök. Ef auk þess er haft í huga tilfinningalíf Völundar sem trygglyndi hans gefur vísbendingu um, má þar greina ærinn forboða þeirra hefnda sem á eftir fylgja. I frásögn kviðunnar hefjast þrengingar Völundar með hugarangri og þeim lýkur með líkamskvöl. Hefnd hans fylgir aftur á móti gagnstæðri atburða- rás. Þegar búið er að skera á sinar hans, byrjar hann þaulhugsaða hefnd sína með því að sníða höfuðin af konungssonunum tveim. Því næst bruggar 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.