Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar hann ráð þeim sem eftir lifa af konungsfjölskyldunni. Sjálfur hefur hann fengið að kenna á beittri egg, svo að bitur er sú egg sem lendir á hálsum konungssona. Sú stígandi er í hefnd Völundar að hann skilur að lokum við konunginn, ólamaðan að vísu á líkama, en engu að síður lamaðan á sál og í djúpri angist. Hann hefur ekki einungis misst syni sína og þá jafnframt fengið vitneskju að því er ætla má um endalok konungsdóms síns, heldur orðið fyrir ólýsanlegri hneisu. Ef hugað er nánar að þáttum sakleysis og sektar, er ljóst að vegna trygglyndis síns verðskuldar Völundur það ekki að kona hans fljúgi brott frá honum, hvað þá að aðför konungsmanna sé á nokkurn hátt réttlætanleg. (Hér er vitaskuld vísað á bug þeirri grunsemd að Völundur hafi í upphafi náð smíðaefni sínu frá Níðaði konungi). Vandræði kviðunnar hefjast þannig á því að veist er að sakleysinu, og eru ótryggð og ágirni helstu orsakir þeirrar framvindu. Hefnd Völundar byrjar einnig á þann hátt að hann gerir höfðinu styttri sveina tvo sem naumast hafa unnið sér annað til óhelgi en að vilja forvitnast um hagi hans. Böðvildur konungsdóttir, systir þeirra sveinanna, hefur og lítt til saka unnið nema þá helst að hafa veitt viðtöku illa fenginni gjöf frá föður sínum, þ. e. baugi þeim sem fyrr getur. Böðvildur konungsdóttir er fremur litlaus persóna og aðgerðarlítil og að því leyti ólík nafnlausri móður sinni. Drottningin, móðir hennar, er sögð kunnig og gefur skipanir um að Völundi skuli misþyrmt. Hefnd hans hlýtur því einnig að beinast gegn henni. Völundur er rændur, honum er misþyrmt og hann er þrælkaður. Hann ræðir um harma sína sem á yfirborðinu eru þrenns konar. Að ytra borði er hefnd hans einnig þríþætt. Henni er stefnt að Níðaði konungi, drottningu hans og dóttur. Völundur nemur ekki staðar eftir dráp konungssona, heldur smíðar hann gersemar úr höfuðkúpum þeirra, augum og tönnum og deilir þeim í þrjá staði. I lausamálsgrein sem skotið er inn í kviðuna segir að þrælkun Völundar fylgi sú kvöð að hann smíði konungi gersemar. Hann smíðar þó ekki honum einum heldur bæði drottningunni og Böðvildi. Þau Níðaður og Böðvildur hafa, þegar hér er komið sögu, glatt sig við gripi úr eigu Völundar. Drottning hefur aftur á móti leitt hann sjónum og dregið af athugun sinni þá ályktun að augun í honum séu eins og í fránum ormi, hann sé hættulegur og því ráðlegast að limlesta hann þegar í stað. I hefnd Völundar má á fyrsta stigi hennar greina þrjá þætti. Fyrst er það aðgætandi og dráp sveinanna tveggja kann að fela í sér að Völundur hafi kippt grunninum undan konungdæmi Níðaðar. Þessu næst kemur hugarangur það sem hlýtur að þjá jafnt foreldra sem systur við ástvinamissi. Skipting gersemanna sem Völundur smíðar er loks sá þáttur hefndanna sem telja ber mjög mikilvægan í hinu rökræna samhengi kviðunnar. Þau konungurinn, 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.