Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 62
Tímarit Máls og menningar Völundarkviða, eins og hún hefir geymzt í Eddu, er nægilega ljós til þess, að enginn þarf að velkjast í vafa um, að hún geymir minni um sterka trú á töfrahring. Þó er aldrei sagt í kvæðinu berum orðum, hver náttúra hringsins sé, og það þarf engan veginn að vera, að höfundi kvæðisins hafi verið það fyllilega ljóst. Við höfum því rniður ekki heimildirnar að þeim söguefnum, sem höfundurinn notaði sem uppistöðu í kvæði sitt, og getum því ekki fullyrt neitt afdráttarlaust um þetta atriði. (íslenzk tunga II, bls. 18). Með þessa þörfu athugasemd prófessors Halldórs Halldórssonar í huga er rétt að minnast á þau alkunnu sannindi að listamenn á borð við höfund Völundarkviðu móta aðföng sín á ýmsan veg. Því er það oft ógerningur að skera nákvæmlega úr um hvers eðlis þessi aðföng hafi verið og þá, ef þau verða á einhvern hátt greind, hvort listamaðurinn sjálfur hafi gert sér fullkomlega grein fyrir eðli þeirra og uppruna. Hversu sem þessu er annars farið, má fullyrða að baugur Völundar skapi kviðunni um hann sterkt mýtólógískt samhengi. Þótt mikið hafi verið um hann ritað, eins og fyrr greinir, er rétt að bæta þar við örstuttri athugasemd. Edduskýrendur hafa velt því talsvert fyrir sér hvernig menn Níðaðar konungs hafi þekkt töfrabaug Völundar úr þeim 700 hringum sem hann hafði dregið á bast og vitað að hann var sá sem þeir skyldu ræna. Eru bolla- leggingar um það efni dálítið broslegar. Litlar líkur eru til þess að á hringinn hafi verið greypt orðin „taktu mig“ eða eitthvað því um líkt og enn ólíklegra að höfundur sjálfur hafi brotið heilann um auðkenni hans. Fróðlegt er engu að síður að hyggja nánar að áhrifamætti þessa baugs. Þegar Völundur saknar hans fyrst, segir að hann sæti lengi og sofnaði síðan og vaknaði af þeim svefni viljalaus. Má nú spyrja hvort hvarf hringsins ylli svefnhöfginni, það drægi úr Völundi mátt svo að hann gæti ekki haldið sér vakandi. Svefn Völundar virðist furðu djúpur því að hann verður þess ekki var þegar árásarmenn leggja á hann böndin. Hringleysið veldur honum þó ekki langri syfju því að mjög er hann vakandi í sævar stöð þar sem hann gerir Níðaði vél, og ekki skorti hann þrótt til að drepa bræðurna tvo. Verða þessir atburðir báðir áður en hann heimtir hringinn aftur (hér er gert ráð fyrir slíkri endurheimt þótt henni sé ekki lýst með beinum orðum). Athyglis- verðast er þó að ekki hefur Völundur fyrr náð hringnum aftur frá Böðvildi en að hana hendir sama slys og Völund áður. Hún steinsofnar sitjandi og verður barnshafandi í svefninum, og hefur mörg konan vaknað af blundi við minna. Freistandi er að ætla að í báðum þeim tilvikum sem nú hafa verið tilfærð um óeðlilega djúpan svefn megi greina nokkur tengsl við töfrahring kviðunnar og þá ekki örgrannt um að sá sem missi hans falli í svo djúpan svefn að hann fái ekki gætt sín. Hefðum við þá gott dæmi um fullkomið 52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.