Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar gullið sem mestri ógæfu veldur í heilum flokki hetjuljóða ætti rætur að rekja til goðheims. Að þessu leyti eru sum goðakvæði Eddu stórbrotinn inn- gangur að helstu hetjuljóðum þeirrar bókar. Má nú spyrja hvernig Völund- arkviða falli inn í þetta samhengi. Eins og kunnugt er hefur kviðunni jafnan verið skipað í flokk með hetjukvæðum af þeim sem um Sæmundar Eddu hafa skrifað. Sá hængur er þó á að enda þótt hetjukvæðaminni séu mörg í kviðunni, er Völundur sjálfur ekki dæmigerð hetja eða jafnvel ekki úr röðum dauðlegra manna, enda munu þess engin dæmi úr Sæmundar Eddu að dauðlegt fólk hefji sig til flugs að hefnd lokinni. Þá er að nefna að Völundur hefnir sinna eigin harma, ekki mótgerða við ættingja eða vensla- fólk eins og venja er til í hetjuljóðum. Að vísu segir í kvæðinu að baugur sá er Böðvildur fékk væri áður í eigu eiginkonu Völundar. Engu að síður er það augsýnilega hatur á mótgerðarmönnum sem liggur að baki öllum hefndum hans. Hann er ekki bundinn af hefndarskyldunni eins og t. d. Hamdir og Sörli, og hann þarf ekki að velja á milli tveggja þungra kosta eins og Guðrún Gjúkadóttir. Hefndum sínum kemur hann fram í laumi, en slíkt er ekki háttur ágætrar hetju. Enn má við bæta að hann heyr enga lokaorustu til að vinna eða tapa með sæmd. Sæmdarhugsjón hetjunnar er Völundi víðs fjarri, og ekki virðist það vera í ætt við sannan hetjuskap að fljúga brott frá kúgara sínum. Þó hrósar Völundur sigri og samkvæmt atburðarás kviðunnar er réttlætinu fullnægt þegar hann segir Níðaði konungi frá gerðum sínum. Þau atriði sem nú hafa verið rakin um óhetjulegt atferli Völundar hafa áður verið tekin til rækilegrar athugunar í fyrrnefndri grein eftir prófessor Kaaren Grimstad. I þeirri grein er einnig á það bent að Völundarkviðu svipi til Grímnismála að því leyti að í báðum kvæðunum hrósi yfirnáttúruleg vera sigri í skiptum við andstæðing úr mannheimi. Einnig er þar rætt um svipmót með Völundi og Regin í Reginsmálum. Prófessor Grimstad bendir ennfrem- ur á að Völundarkviða beri nokkurn keim af þeirri tegund þjóðsagna þar sem mannvera kemst í bland við yfirnáttúrulegar vættir og bíður dauða eða meiri háttar hnekki af þeim samskiptum. Ennfremur er á það bent að enda þótt ævintýraminni komi fyrir í Völundarkviðu, sé hún sjálf frábrugðin ævintýrum að því leyti að hún sé kveðin út frá sjónarhorni yfirnáttúrulegrar veru, þ. e. a. s. sjónarhorni Völundar sjálfs en ekki þess mannfólks sem á skipti við hann. I ævintýrum hafa slík samskipti oft gæfusamleg endalok.^ 1) Sjá prófessor Kaaren Grimstad: „The Revenge of Vplundr." Þá grein er að finna í Edda — A Collection of Essays. Edited by Robert J. Glendinning and Haraldur Bessason. University of Manitoba Press 1983, bls. 187—209. Greininni fylgir mjög gagnleg ritaskrá um Völundarkviðu. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.