Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 70
Vésteinn Ólason íslendingaþættir i Meðal fornbókmennta okkar er flokkur af textum sem venja er að nefna þætti. Þeir eru stuttir og hafa að jafnaði eina aðalpersónu, fáar aukapersónur og einfalda atburðarás. Aðalpersónan er venjulega Islendingur og hefur því skapast sú venja að tala um Islendingaþætti, þótt raunar séu til frásagnir af útlendum mönnum sem hafa öli sömu einkenni. Flestir eru þessir þættir varðveittir í stórum safnritum eins og Morkinskinnu og Flateyjarbók, en þó standa sumir þeirra sjálfstæðir á fornum bókum og dæmi eru til frá 15. öld um handrit þar sem allmörgum þáttum hefur verið safnað saman.1 Islendingaþættir hafa lengi verið vinsælt lestrarefni og fáeinir þeirra eru meðal þeirra forníslensku texta sem hafa verið þýddir á flestar tungur. Þeir hafa ekki notið jafnmikillar athygli fræðimanna og Islendingasögur þótt nokkur breyting hafi orðið á því á síðustu árum. Samt birta þeir í hnotskurn ýmis mikilvæg einkenni fornrar sagnaritunar. Þeir verða ekki skildir eða skýrðir nema með hliðsjón af öðrum fornum bókmenntum og fornri menningu og þjóðlífi yfirleitt. Lærðir menn halda því fram að orðið þáttur sé af indóevrópsku rótinni *tek- með merkinguna „snúa, flétta eða vefa“ og virðist það sennileg skýring. Af sömu rót eru latnesku orðin tex-ere, vefa, og textus, vefur, sem verður reyndar texti í meðförum okkar. Þáttur, eða táttur, er notað um kvæði á færeysku og hefur orðið svipuð merkingarþróun og í íslensku. Merkingarsvið orðsins skiptist í tvennt: annars vegar er það notað um afmarkaðan hluta stærri heildar, svo sem eins og um væri að ræða þátt í reipi eða vef, og getur þá bæði tekið til bókmennta og annarra fyrirbæra; hins vegar er það notað um stuttar frásagnir sem amk. stundum gátu staðið sjálfstæðar. Þessi síðar talda merking er vafalaust yngri og sjást hennar ekki merki fyrr en seint á miðöldum. Bersýnilegt er hvernig merkingarþróun orðsins hefur verið: það er í upphafi notað sem myndhverfing, þar sem riti er líkt við reipi eða vef sem undinn er saman úr mörgum sjálfstæðum þáttum; merkingin hefur síðan færst yfir á stutta frásögn, af því að þessir þættir voru oft tiltölulega sjálfstæðir, hægt var að fella þá úr riti eða auka þeim við án þess að heildin raskaðist og þeir hafa etv. stundum verið varðveittir alveg sjálfstæðir. Það er eftirtektarvert að stuttar frásagnir af 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.