Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 71
Islendingaþœttir þessu tagi eru stundum nefndar sögur í elstu handritum, td. „Olkofra saga“ og „Saga Stúfs“, sem nú nefnast yfirleitt Olkofra þáttur og Stúfs þáttur.2 Hvað sem líður notkun orðsins á ritunartíma frásagnanna sjálfra virðist einsætt að halda þeirri hefð að tala um þætti og greina þannig frá sögum, þótt vitaskuld geti skilin orðið óljós. Greinarmunur á sögu og þætti er svipaður og á skáldsögu og smásögu; hann er umfram allt lengdarmunur og honum fylgir einfaldari atburðarás í þáttunum, færri sögupersónur og þar af aðeins ein aðalpersóna. Þættina vantar vitaskuld breidd og fyllingu góðra sagna en þeir bæta það upp með hnitmiðun atburðarásar og mannlýsingum sem dregnar eru einföldum en skýrum dráttum. Samtöl eru oft mjög vel samin og gegna enn meira hlutverki en í löngum sögum. Eins og bent hefur verið á er eðlilegt að greina Islendingaþætti í tvo flokka eftir því hvort þeir gerast á Islandi eða segja frá utanförum. Þetta er ekki eingöngu landfræðileg skipting heldur helst hún í hendur við einkenni á frásagnargerð. I þáttum sem gerast á Islandi er yfirleitt sagt frá einhverjum deilumálum sem hafa hefndir að þungamiðju, og þar má einatt greina hefndamynstrið sem Theodore Andersson taldi vera uppistöðu Islendinga- sagna (Andersson: 1967). Þetta kemur glöggt fram í mörgum þáttum, td. í Þorsteins þætti Stangarhöggs sem er frumdæmi Anderssons um þetta mynstur. Sérkennilegri að allri gerð eru þeir þættir sem segja frá utanförum. I fáeinum þáttum, sem ætla verður að séu mjög ungir, eru mikil áhrif frá fornaldarsögum, td. í Orms þætti Stórólfssonar, en þorri þessara þátta, um það bil þrír tugir, hafa að meginviðfangsefni samskipti Islendings og erlends konungs eða annars stórhöfðingja, stundum fleiri en eins. Þessir þættir hafa mjög fastmótaða frásagnargerð. Nú er oft erfitt eða ókleift að skera úr um hvort einstakir Islendingaþættir hafi í öndverðu verið festir á bókfell sjálfstæðir eða sem þættir úr lengri verkum. Þó er það niðurstaða í nýlegri þýskri rannsókn á þáttum Morkin- skinnu (Gimmler:1976) að amk. tólf þættir, sem þar er að finna, hafi verið til sem sjálfstæðar ritsmíðar áður en þeir voru teknir upp í þetta elsta safnrit sem geymir marga þætti. Hins vegar er þar bent á fjöldamargar hálfsjálf- stæðar frásagnir sem miklu erfiðara er að sýna fram á að hafi nokkru sinni átt sér sjálfstæða tilvist, þótt ekki verði fyrir það synjað um suma þeirra.3 Af þessu má ráða að samning sjálfstæðra Islendingaþátta hafi hafist um svipað leyti og samning Islendingasagna. Sumir fræðimenn telja þá jafnvel eldri en erfitt mun að færa haldbær rök fyrir því. Væntanlega hafa menn haldið áfram að semja þætti alveg fram á 14. öld þótt blómaskeið þeirra, eins og sagnanna, hafi vafalaust verið á 13. öld. Ég leiði hjá mér að ræða hér þá hugmynd, sem hefur átt allmiklu fylgi að fagna, að í þróun sagnaritunar séu Islendingaþættir ek. millistig milli Islendingasagna og eldri konungasagna.4 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.