Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 73
Islendingaþattir Þetta gætu menn etv. sagt sér sjálfir eftir lestur þáttanna án þess að beita hugtaki eins og frásagnargerð, en hið fastmótaða mynstur bendir óneitan- lega til að hér sé um að ræða söguefni sem hafi verið Islendingum mjög hugleikið á þeim tíma sem þættirnir urðu til og að meðferð þess hafi verið bundin ákveðnum hefðum þegar fyrst var tekið að skrá slíka þætti, hvort sem hinir varðveittu þættir eiga uppruna sinn í munnlegri geymd eða ekki. Til þess að gera greininguna áþreifanlegri skal ég nú endursegja meginefni þriggja þátta: Þorvalds þáttar tasalda, Gísls þáttar Illugasonar og Brands þáttar örva. Þorvaldur tasaldi er systursonur Víga-Glúms og kemur sumar eitt utan af Islandi til Noregs (kynning og utanferð). Hann er þegar boðaður á fund Olafs konungs Tryggvasonar, beðinn að taka trú og gerir það. Með konungi er hirðmaður sem veitist að Þorvaldi og rægir hann við konung. Þar kemur að konungur gerist fár við Þorvald (ágreiningur). Þorvaldur leitar frétta hjá konungi hvað valdi ógleði hans og verður það til að konungur fær honum verkefni (prófraun). Hann á að heimsækja bónda einn, sem vill ekki taka trú og er grunaður um að valda hvarfi þeirra konungsmanna sem áður hafa verið sendir til hans í sömu erindagerðum. Þorvaldur leysir þessa prófraun með sæmd og hlýtur sættir við konung og viðurkenningu. Þættinum lýkur með þessum orðum: „En Þorvaldur fór til Islands með mikilli sæmd af Ólafi konungi og þótti mikilmenni og hinn vaskasti (för til Islands og sögulok). Hér er eðlilegt að upphaf og niðurlag sé nokkuð snubbótt því að þátturinn er aðeins varðveittur í Ólafs sögu Tryggvasonar. I Gísls þætti fer fram á svipaðan hátt. Gísl kemur til Noregs á dögum Magnúss berfætts og vegur hirðmann konungs til hefnda fyrir föður sinn. Hann er tekinn höndum og á yfir höfði sér líflátsrefsingu, en landar hans bindast samtökum um að bjarga honum. Það verður þó úr að hann gefur sig á vald konungi og býður honum höfuð sitt, en leysir það með kvæði, sem löndum hans þótti reyndar miðlungi gott. Allt um það tekur konungur hann í sátt og hann hlýtur sæmdir þess manns sem hann hafði vegið. Hér segir ekkert af för til Islands og sögulokin vantar, enda mun þátturinn styttur í varðveittri gerð. Miklu einfaldari frásögn og við fyrsta álit ólík þessum tveimur er Brands þáttur. Brandur kemur á einu sumri utan af Islandi til Noregs. Hvorki brýtur hann neitt af sér gagnvart konungi né heldur er hann rægður. Þvert á móti er hann lofaður svo mjög af vinum sínum við hirðina að konungi ofbýður og ákveður að reyna hvort hann sé verður fyllsta sóma. Prófraunin er hér eins og víðar meginefni þáttarins. Konungur sendir mann til að biðja Brand að gefa sér gjafir og Brandur færir ótvíræðar sönnur á örlæti sitt og stórmennsku en lætur jafnframt undrun sína yfir athæfi konungs í ljós á 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.