Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 74
Tímarit Máls og menningar hnyttilegan hátt. Hann er sem sagt ekki aðeins fús að gera vilja konungs heldur nógu höfðingjadjarfur til að gefa til kynna þegar honum þykir konungur haga sér ókonunglega. Brandur hlýtur síðan af konungi bæði „virðing ok fégjafar". Þessi þrjú dæmi ættu að nægja til að leiða í ljós að á milli Islendingsins og hins erlenda þjóðhöfðingja fara fram ákveðin skipti: Islendingur hefur eitthvað að bjóða konungi, stundum gjafir, stundum ákveðna þjónustu, og að launum fær hann frá konungi gjafir og viðurkenningu/ I þessum skiptum lætur Islendingur í ljós hollustu sína við konunginn en konungur lætur í ljós þá hylli sem Islendingurinn nýtur hjá honum. I skiptunum kemur glöggt fram aðstöðumunur þeirra sem felst í konungstigninni, en til þess að skiptin geti farið fram þarf sagan að fylgja ákveðnum reglum, leiða í ljós ákveðnar forsendur, sem eru óhjákvæmileg skilyrði þess að Islendingur sé verður þeirrar virðingar sem honum hlotnast af samskiptum við konung og konungur þeirrar hollustu sem honum fellur í skaut. Ferlið mótast þannig af ákveðnum hugmyndum um Islendinginn/hirðmanninn og um konunginn. Til þess að skýra þetta örlítið nánar ætla ég að fjalla stuttlega um tvo alkunna þætti, sem eru dálítið flóknari að gerð en þeir þrír sem þegar hefur verið lýst, Hreiðars þátt heimska og Auðunar þátt vestfirska. Allir þekkja þáttinn um Hreiðar heimska. Þátturinn hefst á kynningu og utanför og lýkur með stuttri greinargerð um afdrif Hreiðars: „gerist mikill maðr fyrir sér,“ „þess betr er, er meirr líðr fram hans ævi,“ og „eru margir menn frá honum komnir." Þátturinn verður hins vegar flóknari vegna þess að tveir konungar eru í Noregi þegar Hreiðar kemur þangað: Magnús góði og Haraldur harðráði, og eru fáleikar með þeim. Þetta verður höfundi tilefni til að kljúfa samskipti við konung í tvennt og gefur honum kost á að sýna því betur einkenni hins góða konungs, sem er hollustu verður, með því að leiða einnig fram á sviðið andstæðu hans. Samskiptum við Harald er því skotið eins og svigagrein inn í frásögnina af samskiptum við Magnús, og tengjast þær þó svo sem best má verða. Samskiptunum við Magnús verður best lýst með orðunum óvissa — viðurkenning. Framan af er óvíst hverja viðurkenningu Hreiðar muni hljóta af Magnúsi og hann brýtur bann konungs, en það leiðir til þeirrar próf- raunar sem eru samskipti við Harald og hirðmenn hans. Vegna þess hve vel Hreiðar stenst þá prófraun hlýtur hann af Magnúsi fulla viðurkenningu. Prófraunin fer af stað sem nýr þáttur en fullkomnast ekki heldur fellur í fyrri farveg. Þegar Hreiðar kemur á áhrifasvæði Haralds rís fljótt ágreining- ur. Tilefnið er að hirðmenn Haralds veitast að þessum kynlega Islendingi og hann vegur einn þeirra og er þar með fallinn í ónáð hjá hinum harðráða sem nú tekur að sækjast fast eftir lífi hans. Þáttareðli innskotsins birtist í því að 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.