Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 78

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 78
Tímarit Máls og menningar I hverju er þá þetta manngildi fólgið? Hver er samnefnari eiginleika þeirra manna sem sanna manngildi sitt? Hvernig eru söguhetjurnar? Þeir eru oft hraustir og vopndjarfir, en ekki alltaf. Þeir eru oft orðheppnir og skáld góð, en ekki er það nauðsynlegt. Þeir kunna að sýna vinfesti, örlæti, hagleik eða aðra slíka kosti, og stundum eru þeir trúmenn miklir og gæddir kristilegum dyggðum, en ekkert af þessu á við þá alla. Allt eru þetta mannkostir sem prýða góða drengi, en ekki er hægt að sjá að þeir tilheyri kjarna mann- gildisins. En söguhetjurnar ganga alltaf djarflega til móts við konunga, óhræddar við hátign þeirra og vald og reiðubúnar að fórna lífi sínu fremur en sjálfsvirðingu. Þeir viðurkenna tign konungs, að hann er þeim æðri, og eru honum fullkomlega hollir meðan hann breytir konunglega. Agreiningur við konung stafar alltaf annaðhvort af því að hann veit ekki hvern mann Islendingur hefur að geyma, etv. hefur hann verið blekktur með rógi, eða af því að konungur hagar sér ókonunglega, sýnir ekki örlæti eða réttlæti. Islendingar þessir eru fullkomlega trúir konungshugsjón sinni. Breyti kon- ungur ódrengilega eða ósæmilega láta þeir ekki hlut sinn fyrir honum. Þeir leita sæmdar hjá konungi með það að leiðarljósi að sæmdar verður aldrei aflað með ósæmilegum hætti. Vissulega eru til söguhetjur — mér kemur í hug Sneglu-Halli — sem haga sér óhetjulega, eða amk. óhæversklega, við ýmis tækifæri, enda er þátturinn af honum skopleikur með alþýðlegu yfirbragði. Samt er rétt að hafa í huga að Halli sýnir hugrekki í samskiptum sínum við konung og ögrar honum þá aðeins er konungur hefur gert sig beran að nísku. Skop þáttarins beinist því hvorki að manngildishugsjóninni né konungshugsjóninni heldur styrkir þær. Manngildishugsjón þáttanna er vitaskuld hin sama og við sjáum í Islend- ingasögum og öðrum fornum sögum, þótt kjarni hennar blasi óvíða jafn- skýrt við. Við verðum því að reyna að svara spurningunni: hvers vegna var ferð á konungsfund og viðurkenning konungs svo mikilvægt söguefni sem raun ber vitni? Tengdist hún á einhvern hátt þeirri staðreynd að á Islandi var enginn konungur? IV Það er vitaskuld takmarkað sem við getum vitað með vissu um það sem gerðist í utanförum Islendinga á 11. og 12. öld, (ég geri eins og fyrr ráð fyrir að frásagnargerð þáttanna hafi verið fullmótuð ekki seinna en um 1200), en þó getum við verið nokkurn veginn viss um að leiðin til konungshylli hefur ekki verið eins greið og í þáttunum. Almennar líkur benda til að oft hljóti að 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.