Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 79
Islendinga þœttir
hafa verið djúp staðfest á milli þeirrar viðurkenningar, sem íslenskur
höfðingi eða höfðingjasonur — svo að ekki sé minnst á þá sem lægra voru
settir — hafði látið sig dreyma um, og þeirrar virðingar sem varð raunveru-
legt hlutskipti hans þegar hann steig á land í Noregi eftir að hafa velkst í hafi
nokkrar vikur með vaðmálsstranga sína og vararfeldi. Þetta birtist reyndar í
þáttunum sjálfum, þar sem eitt hið algengasta minni og jafnframt það sem
mestur raunsæisblær er yfir, er fjandsamleg afstaða hirðmanna til mör-
landans sem þeir draga dár að sem hverjum öðrum óvöldum búra.
Ekki þarf að draga í efa að til hafi verið menn sem vegna ættar sinnar og
auðs eða vegna óvenjulegra hæfileika gátu öðlast persónulegt vinfengi
konungs og hylli. Ef einhverju má trúa af því sem sagt er frá Sighvati
Þórðarsyni hefur hann náð býsna langt. En möguleikarnir hljóta að hafa
verið afar takmarkaðir. Þá sjaldan að Noregskonungar höfðu náð að tryggja
sig svo vel í sessi heima fyrir að þeir gætu farið að hugsa til landvinninga var
auðvitað eðlilegt að þeir vildu vingast við íslenska höfðingja og gera þá að
erindrekum sínum úti hér, og eru dæmi þess alkunn frá 13. öld. Þau hafa
varla getað verið mörg á þeim óróatímum sem voru lengstaf á 12. öld og
fram á daga Hákonar gamla. Augljóst er að menn hafa haft tilhneigingu til
að mikla fyrir sér og öðrum hverja þá viðurkenningu sem þeim hefur fallið í
skaut fyrir þjónustu við konunga eða aðra erlenda stórhöfðingja, þegar
heim var komið, en það hlýtur að hafa heyrt til örsjaldgæfra undantekninga
að samskipti Islendings og konungs hafi verið á þeim jafnræðisgrundvelli,
sem þættirnir sýna einatt, og auðvitað er óhugsandi að Islendingar hafi
getað staðið uppi í hárinu á Noregshöfðingjum með þeim hætti sem
stundum ber þar við.
Augljóst er að þessi reynsla hefur ekki samræmst hugmyndum Islendinga
um sjálfa sig og um konunga. Þá kemur að því hlutverki þáttanna að sætta
mótsagnirnar eða gera þeim amk. kleift að lifa í sambýli. En hvernig var þá
samband konungs og konungsmanns í hugmyndaheimi Islendinga? Um það
eru bókmenntir traustari heimildir en um þá atburði sem raunverulega
gerðust, ef þær eru vandlega lesnar.
Leitum fyrst út fyrir þættina sjálfa svo að röksemdafærslan bíti ekki í
skottið á sér. Hvaða hugmyndir um samband konungs og manna hans voru
ríkjandi í þeirri lénsku hugmyndafræði sem allsráðandi var í Evrópu á 12.
öld og hvernig gátu þær samræmst íslenskum hugmyndaarfi? Um hug-
myndafræði lénsskipulagsins segir Sigurður Líndal í Sögu Islands III, bls 2:
„Kjarni þess var trúnaðarsamband tveggja frjálsra manna þar sem annar lét
hinum í té þjónustu en þá í mót vernd hans.“ I lénsskipulaginu fullmótuðu
komst mikil formfesta á þetta samband, en það náði í rauninni aldrei fullum
þroska á Norðurlöndum. Samt hefur það vafalaust átt sinn þátt í að móta
69