Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 86
Tímarit Máls og menningar á ekkert að vera að því, ekki á meðan ég hef þessa blokk. Nú hef ég leitað í öllum mínum vösum og það er ekkert í þeim nema vasaklútur í buxunum og tveir 50 kr. seðlar í jakkanum. Eg var víst búinn að leita áðan þegar ég fann blokkina. Það eru dyr lengst til vinstri á veggnum gegnt mér og stór rúða á þeim með möttu gleri. Það hefur enginn gengið lengi inn eða út, eða ekki hef ég tekið eftir því. Svo er gluggi á veggnum til vinstri og snýr út í port eða svoleiðis; það sést í aðra glugga mjög nálægt. Svo eru einhverjar dyr á veggnum sem ég sit við, líka til vinstri út frá mér og rétt hjá laglega piltinum. Þær hljóta að liggja inn til bankastjórans. Ég hef ekki séð neinn fara þar inn eða út síðan ég kom, eða þá ég man það ekki. Nei, sjálfsagt er þetta nú læknir, en ekki bankastjóri. Það gengur eitthvað að mér, ég finn það vel sjálfur, meira en minnisleysi, en ég finn hvergi til. Mig langar til að skrifa hér eitthvað verulega fallegt í þessa blokk, og ég þarf að hugsa mig vel um, hvað það á að vera. I svipinn man ég ekki eftir neinu. Eg á það heima sem aldrei gleymist né umbreytzt fær, við ölduhreiminn mig ávallt —. Nú var konan á móti mér (hún er með biksvart hár) að taka upp spegil og spegla sig, hún varð illileg á svipinn í spegilinn og glennti sundur munninn og speglaði í sér tennurnar, svo reigði hún sig alla eins og hún vildi sýna manni fyrirlitningu, fleygði svo speglinum í veskið sitt. Nú situr hún með lokuð augun og alveg gersamlega hreyfingarlaus og hnakkakerrt. A ég að ganga til hennar og biðja hana um að lána mér spegilinn? Nei, ég þori það ekki. En líklegt þykir mér, að það myndi hjálpa mér eitthvað ef ég gæti séð hvernig ég lít út í andliti. Eg hlýt að þekkja minn eigin andlitssvip, og að minnsta kosti get ég ekki verið alveg sviplaus með þetta mikla og dökka skegg. Nú fannst mér ég vera að muna eitthvað —. Eg er búinn að ákveða að láta hana eiga sig. Hún er svo illileg. Hún bítur saman vörunum svo þær sjást varla, eins og munnurinn á henni var flennistór bara rétt áðan. Nú tekur sköllótti maðurinn upp enn eina sígarettu og kveikir í með kveikjara, hann næstum keðjureykir, ég held hann sé líka sá eini sem reykir hér inni, og áðan heyrðist mér hann vera að segja eitthvað og brosa upp í loftið. Hann var örugglega að tala við sjálfan sig, en lágt. Hann er dálítið órólegur, sérstaklega í augunum þegar hann lítur upp. Ekki langar mig í sígarettu eða neitt tóbak. Sem er eins gott, því ég er ekki með neitt slíkt á mér. Hef ég máski aldrei reykt? Sjálfsagt ekki. Jæja. 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.