Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 87
Bið Nú er ég búinn að hvíla mig lengi á skriftunum og laglegi pilturinn fór inn til (bankast.) læknisins og kona með honum, þau fóru bæði inn, en ég sá aldrei að neinn kæmi út. Merkilegt. Kannski tók ég bara ekki eftir því; sjálfsagt svoleiðis. — Veggurinn á móti mér er ljósgrár, alveg næstum hvítur eins og kvikmyndatjald. Mér hefur dottið margt í hug núna, það er ekki víst að þetta sé læknir, erum við kannski fólk að bíða eftir því að leika í kvikmynd? Svo líka annað: á kannski að yfirheyra mig? Er þetta hjá lögreglunni eða dómstólunum? Því ekki að spyrja? Nei. Það eru allir svo rólegir, og bezt að vera rólegur, annað vekur bara athygli, jafnvel grunsemd. Mér verður ekkert mein gert ef ég sit kyrr. Það tekur enginn eftir því lengur að ég krota í þessa blokk. Það er gott. Eða erum við að bíða eftir flugvél? eða rútubíl? Eg get ekki hætt að hugsa um þetta, og ég er alveg merkilega skarpur núna. Það er alls ekki víst að þetta sé hjá lækni. Þetta getur verið einhverskonar góðgerðastofnun, eða vinnumiðlun, eða hús- næðismiðlun, verst að ég skuli ekki muna hvaða erindi ég átti. Nei, nú er ég farinn að skrifa of hratt. Eg ætlaði að rifja upp eitthvað fallegt og blokkin er meira en hálfnuð sýnist mér. Sköllótti maðurinn er horfinn. Eg tók ekki eftir því hvert hann fór, hvort kallað var á hann eða hann labbaði út. Hvað gerðist ef ég labbaði út? Enginn getur bannað mér það, eða hvað? Og hvað er fyrir utan þessar dyr þarna til vinstri? Sjálfsagt gangur. Stigi. En ég geri það ekki, a. m. k. ekki fyrsta kastið. Eg vil ekki leggja út í neina óvissu á meðan mér líður ekki beinlínis illa, líkamlega. Eg er t. d. ekkert svangur, og ég er ekki þyrstur, en það getur verið að ég þurfi bráðum á klósett. Nei, svona á ég ekki að eyða blokkinni. Eg ætla að rifja upp skemmtilega vísu, fagran skáldskap, því ekki yrki ég sjálfur, örugglega ekki. Það hefur þá verið eitthvað ómerkilegt. Eg fer ekkert að reyna svoleiðis núna. Nú hef ég engu bætt við lengi, en nokkuð óvænt og óhugnan- lega sérkennilegt kom fyrir áðan og truflaði mig frá því að reyna að rifja upp. Bezt ég skrifi það í mjög fáum orðum: — Það stóð upp maður sem sat þarna nálægt dyrunum, ég var eiginlega ekkert búinn að taka eftir honum, en ég held áreiðanlega að hann hafi ekki verið nýkominn. Hann var með grátt og mikið hár, en þó ekki gamall. Og hann fór að tala og allir litu upp og heyrðu hvað hann sagði. Hann hélt höndunum í jakkaboðungana eins og sést á myndastyttu niðri í bæ, og ég man hvað hann sagði og vil endilega skrifa það. Þetta var 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.