Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 88
Tímarit Máls og menningar ekki langt. Hann var mjög skýrmæltur og sagði: Ja, ég heyrði ekki alveg fyrstu orðin, en svo sagði hann: Vitið þið hvað þið eruð? og enginn sagði neitt. Þá endurtók hann spurninguna: Vitið þið eigin- lega hvað þið eruð? Enginn svaraði, en sumir hóstuðu, og ég var einn af þeim. Þá sagði hann, skýrt og reiðilaust: Þið eruð skrímsli. Hvert og eitt einasta ykkar er skrímsli, og fjandinn má hirða ykkur. Og þið skuluð ekki halda það, að það komi einhverjir prinsar eða prinsessur til að breyta ykkur í manneskjur með einum ástarkossi, því það gerist ekki. Þið eruð eilíflega dæmd til að verða sömu bölvuðu skrímslin. Heyrið það, og munið það. Þetta síðasta sagði hann nokkuð lágt og hneigði sig. Svo setti hann upp kaskeiti sem hann hafði setið á og labbaði rólegur út úr dyrunum og lét aftur á eftir sér mjög hljóðlega. Enginn sagði neitt, en sumir hóstuðu, ég var einn af þeim. Dökk- hærða konan tók þá aftur upp spegilinn og var orðin fjarska afslöpp- uð og speglaði sig og lagaði á sér hárið með fingrunum og brosti í spegilinn bara ánægjulega og setti svo spegilinn aftur í veskið sitt og var alveg róleg og hélt áfram að brosa niður fyrir fætur sér og er ennþá brosandi, en ég vil ekkert vera að glápa á hana því það er dónaskapur að glápa á fólk. A ég að biðja hana um að lofa mér að sjá spegilinn andartak? Nei, hún gæti orðið aftur ill á svipinn, en hún er bara viðkunnanleg kona eins og hún er núna og líður vel. Eg ætla að bíða. Já. Bezt að fara ekki að neinu óðslega og skrifa ekki neinn óþarfa á þau fáu blöð sem eftir eru. Nú hefur mér loksins tekizt að rifja upp heilt ljóð eða erindi sem er merkilega fallegt. Eg ætla að dunda mér við að skrifa það eins vel og ég get með þessum blýants- stubb og flýta mér ekki: — Viku af viku, nótt og dapran dag, dauðans engill söng þitt vöggulag; söng og skenkti sárra kvala vín, söng og spann þitt hvíta dáins lín. Loks kom heilög hönd sem um þig bjó, himnesk rödd er sagði: Það er nóg. — En hver orti þetta? Um hvern? Ekki ég. Svona yrkja ekki aðrir en stórskáldin. En þau yrkja líka einmitt svona. Eg veit, að nú gæti ég rifjað upp fleira, en blokkin er að verða búin. Það gerir ekkert til. Eg get reynt að rifja upp án þess endilega að skrifa það. I þessum seinustu línum ætla ég að koma fyrir setningu sem ég ætla að hugsa vel um áður en ég set hana á blaðið. Ekkert liggur á, og ég ætla að hugsa. — Guð minn, komdu og sæktu mig. (Ág. 1982 - ág. ’84) 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.