Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 88
Tímarit Máls og menningar
ekki langt. Hann var mjög skýrmæltur og sagði: Ja, ég heyrði ekki
alveg fyrstu orðin, en svo sagði hann: Vitið þið hvað þið eruð? og
enginn sagði neitt. Þá endurtók hann spurninguna: Vitið þið eigin-
lega hvað þið eruð? Enginn svaraði, en sumir hóstuðu, og ég var einn
af þeim. Þá sagði hann, skýrt og reiðilaust: Þið eruð skrímsli. Hvert
og eitt einasta ykkar er skrímsli, og fjandinn má hirða ykkur. Og þið
skuluð ekki halda það, að það komi einhverjir prinsar eða prinsessur
til að breyta ykkur í manneskjur með einum ástarkossi, því það gerist
ekki. Þið eruð eilíflega dæmd til að verða sömu bölvuðu skrímslin.
Heyrið það, og munið það. Þetta síðasta sagði hann nokkuð lágt og
hneigði sig. Svo setti hann upp kaskeiti sem hann hafði setið á og
labbaði rólegur út úr dyrunum og lét aftur á eftir sér mjög hljóðlega.
Enginn sagði neitt, en sumir hóstuðu, ég var einn af þeim. Dökk-
hærða konan tók þá aftur upp spegilinn og var orðin fjarska afslöpp-
uð og speglaði sig og lagaði á sér hárið með fingrunum og brosti í
spegilinn bara ánægjulega og setti svo spegilinn aftur í veskið sitt og
var alveg róleg og hélt áfram að brosa niður fyrir fætur sér og er
ennþá brosandi, en ég vil ekkert vera að glápa á hana því það er
dónaskapur að glápa á fólk. A ég að biðja hana um að lofa mér að sjá
spegilinn andartak? Nei, hún gæti orðið aftur ill á svipinn, en hún er
bara viðkunnanleg kona eins og hún er núna og líður vel. Eg ætla að
bíða. Já. Bezt að fara ekki að neinu óðslega og skrifa ekki neinn
óþarfa á þau fáu blöð sem eftir eru. Nú hefur mér loksins tekizt að
rifja upp heilt ljóð eða erindi sem er merkilega fallegt. Eg ætla að
dunda mér við að skrifa það eins vel og ég get með þessum blýants-
stubb og flýta mér ekki: — Viku af viku, nótt og dapran dag, dauðans
engill söng þitt vöggulag; söng og skenkti sárra kvala vín, söng og
spann þitt hvíta dáins lín. Loks kom heilög hönd sem um þig bjó,
himnesk rödd er sagði: Það er nóg. — En hver orti þetta? Um hvern?
Ekki ég. Svona yrkja ekki aðrir en stórskáldin. En þau yrkja líka
einmitt svona. Eg veit, að nú gæti ég rifjað upp fleira, en blokkin er
að verða búin. Það gerir ekkert til. Eg get reynt að rifja upp án þess
endilega að skrifa það. I þessum seinustu línum ætla ég að koma fyrir
setningu sem ég ætla að hugsa vel um áður en ég set hana á blaðið.
Ekkert liggur á, og ég ætla að hugsa. — Guð minn, komdu og sæktu
mig.
(Ág. 1982 - ág. ’84)
78