Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 89
Arni Bergmann
Glæpur og refsing Dostoévskís
Brot úr sögu mikils skáldverks
Ég held því fram, að sá sem gerir sér grein fyrir fullkomnum
vanmætti sínum til að hjálpa eða gera eitthvað gagn eða létta
þjáningu mannkynsins — og sé sá hinn sami um leið fullkomlega
sannfærður um að mannkynið þjáist — ég held því fram, að í hjarta
hans geti það jafnvel gerst að ást hans á mannkyninu breytist í hatur
til manna.
Dostoévskí
I
I maí árið 1858 skrifaði Dostoévskí bróður sínum Mikhaíl bréf frá Semípal-
atínsk í Síbiríu. Þar greinir hann frá skáldskaparáformum sínum og lætur
meðal annars þessi orð falla um meiriháttar skáldsögu, sem hann kveðst því
miður ekki geta byrjað á fyrr en hann er kominn aftur til Rússlands:1
Sagan byggir á traustri og farsælli grundvallarhugmynd og fjallar um persónu, sem
aldrei hefur verið lýst áður. En þessi manngerð er mjög útbreidd í Rússlandi vorra
daga, ef dæma má af þeim nýju hreyfingum og hugmyndum sem allir eru uppteknir
af. Og ég er sannfærður um, að eftir að ég sný aftur muni mér takast að auðga
skáldsögu mína með nýjum og ferskum athugunum. Nei, maður má ekki flýta sér
um of, kæri vinur, maður verður að leggja sig allan fram til að skapa eitthvað sem er í
raun og veru gott.
Líklegt er að Dostoévskí sé með þessum orðum í fyrsta sinn að víkja að
hugmyndum þeim, sem síðar meir breytast í þá skáldsögu hans sem frægust
hefur orðið, Glœpur og refsing, söguna af Raskolnikof uppgjafarstúdent,
sem myrðir okurkerlingu til fjár, bæði til að bjarga sjálfum sér og sínum
nánustu úr sárri neyð og til þess að sanna að hann geti „stigið yfir“
hefðbundið siðgæði og þar með gengið í flokk mikilmenna sögunnar. Fáar
skáldsögur hafa þolað jafn margar útgáfur á fjölda tungumála og þessi, fáar
hafa jafn oft orðið efni í leiksýningar og kvikmyndir. Þess er skemmst að
minnast að í fyrra flutti ríkisútvarpið íslenska leikgerð verksins á páskum og
nú hefur Ingibjörg Haraldsdóttir þýtt þetta mikla verk úr frummálinu og
79