Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 92
Tímarit Máls og menningar tekið hórupassann til að forða stjúpsystkinum sínum frá hungurdauða og þar með — að því er Raskolnikof blekkir sjálfan sig til að halda — „yfirstigið" siðgæðið, framið glæp, rétt eins og hann. Dostoévskí barðist lengst af í bökkum og ekki bætti það úr skák að hann var mjög hrekklaus í peningamálum og dæmalaust spilafífl. Einmitt um þessar mundir átti hann óvenju erfitt uppdráttar, ekki síst vegna þess að hann hafði tekið að sér skuldir bróður síns Mikhaíls, sem þá var nýlátinn. Þá hafði tímaritið Vrémja, sem þeir bræður gáfu út og gekk vel, verið bannað vegna greinar um Pállandsmál sem ekki þótti heppileg (Pólverjar gerðu uppreisn gegn Rússum 1863). 1 þessum kröggum gerði Dostoévskí fárán- legan samning við óprúttinn útgefanda sem Stellovskí hét. Hann seldi Stellovskí fyrir hlægilega upphæð, 3000 rúblur, rétt til að gefa út í þrem bindum öll þau verk sem hann hafði þá skrifað. Hitt var enn verra, að Dostoévskí skuldbatt sig til þess um leið að skila af sér fyrir fyrsta nóvember 1866 nýrri skáldsögu upp á minnst tólf arkir, sem birtast skyldi í tímariti Stellovskís. Ef hann stæði ekki við það loforð eignaðist Stellovskí, sem enginn veit lengur neitt um annað en að hann gerði þennan okursamn- ing, rétt til að gefa út um tíu ára skeið án endurgjalds allt það sem Dostoévskí skrifaði á þeim tíma og hafði áður skrifað. Þessir peningar gerðu Dostoévskí kleift að lækka nokkuð skuldakúfinn og halda til Þýskalands í júlí 1863. Þar ætlaði skáldið að hressa upp á lélega heilsu síns og skrifa af kappi. En Dostoévskí var annað betur gefið en að fylgja fram skynsamlegum áformum. A fimm dögum tapaði hann í spilavíti í Viesbaden öllu fé sem hann hafði og vasaúrinu að auki. Hann sat í einskonar skuldafangelsi á hóteli sínu og fékk þar ekki aðra fyrirgreiðslu en lapþunnt te meðan hann beið eftir því að betlibréf hans til góðs vinar, Vrangels baróns, og ástkonunnar Apollinaríu Súslovu, leystu hann úr prísundinni. Hann segir í bréfi til Súslovu, að þjónarnir umgangist sig með sannri þýskri fyrirlitningu því „enginn glæpur er stærri í augum Þjóðverja en að vera blankur og borga ekki á réttum tíma“. Hann fær ekki einu sinni kerti til að lesa við á kvöldin. Og í þessari hótelkytru í þýskum smábæ, matarlaus, ljóslaus og staurblankur, byrjar Dostoévskí að skrifa sína miklu skáldsögu, „brennandi af einhverri innri hitasótt".4 I september er svo langt komið að Dostoévskí býður tímaritinu Rússkí véstnik nýja skáldsögu til birtingar. I bréfi til útgefandans, Katkofs, segir hann ítarlega frá helstu efnisatriðum og hugmyndum sögunnar. I þessari stórmerku heimild segir á þessa leið, þegar hann hefur greint frá því, að sagan verði fimm eða sex arkir og að hún verði tilbúin í mesta lagi eftir mánuð:5 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.