Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 95
Glapur og refsing það mjög algengt að samið var um skáldsögu og byrjað að prenta hana löngur áður en hún var fullskrifuð. Rithöfundurinn skrifaði í kapphlaupi við útkomutíma tímaritanna sem birtu sögur hans og má nærri geta, að þegar þannig var staðið að verki slæddist ýmislegt með í skáldverkin sem við aðrar aðstæður hefði verið dæmt óþarft og vanhugsað, svo ekki sé nú talað um kröfur okkar eigin aldar um „vandaða uppbyggingu“. I því dæmi sem hér er rakið voru hindranir á vegi höfundar sem vill ljúka verki sínu sérstaklega háar. Auk þess sem áður var nefnt átti Dostoévskí í útistöðum við ritskoðunar- hneigðir útgefanda Rtísskí véstnik. Katkof, sem var maður siðavandur og íhaldssamur, vildi til dæmis alls ekki prenta kaflann sem segir frá fyrstu heimsókn Raskolnikofs til Sonju, en þá les hóran fyrir morðingjann frásögn guðspjallsins af upprisu Lasarusar frá dauðum. Dostoévskí mótmælti því harðlega, að eitthvað ósiðlegt mætti finna í þessum áhrifamikla kafla, en varð samt að taka hann til endurskoðunar og breyta honum eftir fyrirmæl- um framkvæmdastjóra tímaritsins. Segir hann í bréfi frá þessum mánuðum, að þessi vinna hafi kostað sig meiri fyrirhöfn og kvalræði en þrír nýir kaflar hefðu gert. Verst var þó að nú var komið að skuldadögunum sem settir voru í nauðungarsamningnum við Stellovskí og áður var sagt frá. Komið var fram á haust, Dostoévskí önnum kafinn við að mata Rússkí véstnik á seinni hluta Glæps og refsingar og aðeins um það bil mánuður til stefnu til að berja saman aðra heila skáldsögu handa okurkarlinum Stell- ovskí. Nokkrir vinir Dostoévskís buðust þá til að sjóða saman sögutetur með þeirri aðferð, að hann byggi til sögugrind, en þeir skrifuðu síðan hver sinn hlutann og afhentu honum til samræmingar. Ekki vildi Dostoévskí leggja nafn sitt við slíkan hégóma, en tók góðu heilli því ráði að fá sér hraðritara til að skrifa upp eftir sér og flýta þannig vinnunni. Þann fjórða október byrjaði hann að lesa fyrir Onnu Snítkinu skáldsöguna Fjárhxttu- spilarinn, sem rekur margt af raunum Dostoévskís sjálfs í ástum og spilavít- um. Þann fyrsta nóvember var handritið tilbúið og Stellovskí úr sögunni, Glæpur og refsing var öll prentuð í Rússkí véstnik um áramót og bjartari tímar framundan. Skömmu síðar féllst stúlkan tvítuga, sem hafði hraðritað Fjárhættuspilarann, á að giftast Dostoévskí og sá ráðahagur varð hinum sjúka og óhagsýna sagnameistara til mestu blessunar. IV Sú „andans ró“ sem Dostoévskí taldi nauðsynlega til að leysa það verk af hendi sem hann hafði færst í fang, var víðs fjarri um þessar mundir. En þótt Glæpur og refsing hafi orðið til við reyfaralegar aðstæður fer því fjarri að skáldsagan sú sé fljótaskrift einhverskonar. Þau drög að henni sem varðveist 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.