Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 102
Tímarit Máls og menningar
marxisma í Rússlandi. Með öðrum orðum: lögð er höfuðáhersla á, að þessi
mikilhæfi rithöfundur hafi verið að lýsa ákvednum þjóðfélagslegum aðstæð-
um. I þeim lýsingum hafi hann komið á framfæri samúð með lítilmagnanum
og miklum sannleika um samfélagsþróunina, hvað sem að öðru leyti leið
boðskap hans um kristindóm, og þá sérstakan kristindóm sem sest hefði að í
rússneskri þjóðarsál, sem einu von þjóðarinnar og reyndar alls
mannkynsins. Og að því er varðar hina siðferðilegu villu sem Raskolnikof
ratar í, þá er hún hjá Sovétmönnum óspart reiknuð í ættartengsli bæði við
borgaralega einstaklingshyggju og svo við Nietzsche og sporgöngumenn
hans — og þar með sem lengst í burt frá kommúnismanum. Eins og menn
muna skrifaði Nietzsche rit, sem Raskolnikof kynni að hafa gaman af að
glugga í — það heitir Handan við gott og illt. Sú bók kom reyndar ekki út
fyrr en tuttugu árum á eftir skáldsögunni, en þá er líklegt að Raskolnikof
hafi lifað í góðu og kristilegu hjónabandi með Sonju í rammrússneskum
smábæ.
Stundum áttu þeir menn sem stjórna andlegu uppeldi og útgáfustarfsemi í
Sovétríkjunum í svo miklum erfiðleikum með Dostoévskí, að þeir tók þann
kost að forðast hann sem mest þeir máttu. Dýrlingur Sovétbókmennta,
Maxím Gorkí, hafði ekki aðeins sagt að Dostoévskí líktist einna helst
Shakespeare að „listrænum þrótti“ — hann hafði einnig sterklega varað við
áhrifum af „sadískri grimmd" verka hans — um skeið þótti við hæfi að taka
þær viðvaranir mjög bókstaflega. (Því mætti skjóta hér að, að jafnvel svo lítt
kreddubundinn maður og Thomas Mann sagði í frægri grein: „Dostoévskí
— já en í hófi.“) Nema hvað: frá því um 1930 og fram yfir 1950 voru verk
Dostoévskís lítið gefin út í Sovétríkjunum, og þá helst einstök skáldverk,
ekki síst frumraunin, Fátækt fólk. Það var ekki fyrr en eftir dauða Stalíns,
með þeirri „hláku“ sem þá varð í andlegu lífi, að þráðurinn var tekinn upp
aftur, bæði með nýrri heildarútgáfu skáldverkanna (1956-1958) og auknum
rannsóknum á ferli þessa mikla „illa anda“ rússneskra bókmennta (ummæli
Gorkís). Það var einmitt 1956 að út kom bók um Dostoévskí eftir V.
Ermílof, sem er einkar gott dæmi um viðleitni Sovétmanna til að gera bæði
að halda og sleppa þessum furðumanni. Tónninn er strax gefinn í fyrstu
málsgrein bókarinnar:16
F. M. Dostoévskí, hinn mikli rússneski rithöfundur. . . lýsti í verkum sínum
ómældum þjáningum niðurlægðs og svívirts mannkyns í arðránsþjóðfélagi og
takmarkalausri samlíðan með þeim sem þjást. En um leið barðist hann af heift gegn
allri leit að raunverulegum leiðum til að frelsa mannkynið undan niðurlægingu og
kúgun.
\
92