Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 103
Glæpur og refsing Og það er einmitt í þessum anda að Ermílof í umfjöllun sinni um Glæp og refsingu leggur höfuðáherslu á að félagslegar hörmungar, „úrræðaleysi", sé leiðarhnoða sögunnar:17 Við rekumst í hverju spori á öngstræti þar sem fólk er að farast. Þetta eru ekki andleg öngstræti fyrst og fremst, heldur ofur raunveruleg efnisleg og félagsleg öngstræti — sem eru svo forsenda hinna andlegu rembihnúta. I framhaldi af þessu gefur Ermílof þá skýringu á mikilmennakenningu Raskolnikofs og þeim „stjórnleysingjamótmælum" hans gegn óþolandi ástandi, að vel megi drepa einn til að fjöldanum líði betur, að þetta sé allt saman illgresi sem sprettur úr jarðvegi borgaralegs þjóðfélags, afleiðing „borgaralegrar vitundar“. Með slíkri túlkun er látið að því liggja, að Dostoévskí komi sovétrússnesku fólki ekki við nema sem merkilegt sögu- legt fyrirbæri, „endurspeglandi“ aðstæðna, sem eru nú óralangt frá „okkar sovéska veruleika". En nú er frá því að segja, að í nýlegum sovéskum bókum og ritgerðum um Dostoévskí og Glæp og refsingu kveður nokkuð við annan tón en hjá Ermílof og öðrum sem voru að smíða sér félagslegar réttlætingar á því að prenta og lesa Dostoévskí á sjötta áratugnum. Þar er ekki lengur lögð höfuðáhersla á, að Dostoévskí lýsi ákveðnum aðstæðum og hugarfari sem bundið er vissum þjóðfélagsaðstæðum í fortíðinni. Miklu meira er hinsvegar fjallað um óforgengileika þess sem Dostoévskí er að segja með sögu sinni: að gott og illt eru ekki leikföng sem hægt er að fara með eftir hentugleikum. Júrí Karjakín leggur í bók sinni Sjálfsblekking Raskilnikofs mesta áherslu á að draga allt það fram sem rífur niður sjálfsréttlætingu Raskolnikofs í sögunni. Karjakín heldur því mjög að lesendum sínum, að þótt umhverfi og aðstæður skipti vitanlega miklu máli til skilnings á Raskolnikof og skyldu- liði hans, þá sé það spurningin um persónulega ábyrgð hvers og eins sem mestu varðar þegar Glæpur og refsing er brotin til mergjar. Karjakín skrifar sem uppalandi, sem hefur orðið var við það að skólanemendur hafa í ritgerðum sínum tilhneigingu til að réttlæta Raskolnikof:18 Þeir segja sem svo, að það sé þjóðfélagið sem beri ábyrgðina og ástæðulaust að fjasa um ábyrgð einstaklingsins, og rétt gerði Raskolnikof að hann „kálaði kerling- unni“ (sumir komast svo að orði) — verst bara að hann skyldi koma upp um sig. Það eru slíkar villur, sem Karjakín reynir að kveða niður með bók sinni og leitar þá til vonar og vara fulltingis hjá sjálfum Karli Marx, sem hefur líka sett sitthvað merkilegt á blað um markmið og leiðir. S. V. Bélof tekur mjög í 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.