Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 103
Glæpur og refsing
Og það er einmitt í þessum anda að Ermílof í umfjöllun sinni um Glæp og
refsingu leggur höfuðáherslu á að félagslegar hörmungar, „úrræðaleysi", sé
leiðarhnoða sögunnar:17
Við rekumst í hverju spori á öngstræti þar sem fólk er að farast. Þetta eru ekki
andleg öngstræti fyrst og fremst, heldur ofur raunveruleg efnisleg og félagsleg
öngstræti — sem eru svo forsenda hinna andlegu rembihnúta.
I framhaldi af þessu gefur Ermílof þá skýringu á mikilmennakenningu
Raskolnikofs og þeim „stjórnleysingjamótmælum" hans gegn óþolandi
ástandi, að vel megi drepa einn til að fjöldanum líði betur, að þetta sé allt
saman illgresi sem sprettur úr jarðvegi borgaralegs þjóðfélags, afleiðing
„borgaralegrar vitundar“. Með slíkri túlkun er látið að því liggja, að
Dostoévskí komi sovétrússnesku fólki ekki við nema sem merkilegt sögu-
legt fyrirbæri, „endurspeglandi“ aðstæðna, sem eru nú óralangt frá „okkar
sovéska veruleika".
En nú er frá því að segja, að í nýlegum sovéskum bókum og ritgerðum
um Dostoévskí og Glæp og refsingu kveður nokkuð við annan tón en hjá
Ermílof og öðrum sem voru að smíða sér félagslegar réttlætingar á því að
prenta og lesa Dostoévskí á sjötta áratugnum. Þar er ekki lengur lögð
höfuðáhersla á, að Dostoévskí lýsi ákveðnum aðstæðum og hugarfari sem
bundið er vissum þjóðfélagsaðstæðum í fortíðinni. Miklu meira er hinsvegar
fjallað um óforgengileika þess sem Dostoévskí er að segja með sögu sinni:
að gott og illt eru ekki leikföng sem hægt er að fara með eftir hentugleikum.
Júrí Karjakín leggur í bók sinni Sjálfsblekking Raskilnikofs mesta áherslu á
að draga allt það fram sem rífur niður sjálfsréttlætingu Raskolnikofs í
sögunni. Karjakín heldur því mjög að lesendum sínum, að þótt umhverfi og
aðstæður skipti vitanlega miklu máli til skilnings á Raskolnikof og skyldu-
liði hans, þá sé það spurningin um persónulega ábyrgð hvers og eins sem
mestu varðar þegar Glæpur og refsing er brotin til mergjar. Karjakín skrifar
sem uppalandi, sem hefur orðið var við það að skólanemendur hafa í
ritgerðum sínum tilhneigingu til að réttlæta Raskolnikof:18
Þeir segja sem svo, að það sé þjóðfélagið sem beri ábyrgðina og ástæðulaust að
fjasa um ábyrgð einstaklingsins, og rétt gerði Raskolnikof að hann „kálaði kerling-
unni“ (sumir komast svo að orði) — verst bara að hann skyldi koma upp um sig.
Það eru slíkar villur, sem Karjakín reynir að kveða niður með bók sinni
og leitar þá til vonar og vara fulltingis hjá sjálfum Karli Marx, sem hefur líka
sett sitthvað merkilegt á blað um markmið og leiðir. S. V. Bélof tekur mjög í
93