Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 107
Isabelíta — Þetta verður betra fyrir þig, vertu viss. Þau héldu áfram göngunni. Þau gengu framhjá kofa Pepe Lesmes og hann gægðist út um dyrnar, samanrekinn og prakkaralegur einsog hans var háttur, og kastaði á þau kveðju: — Til hamingju, Spánverji! Reyndu nú að koma þér upp ungum í snarhasti! — Hafðu engar áhyggjur, það verða sko engin stúlkubörn! Ungar. Það var lítið um unga, hugsaði Isabelíta. Heima átti mamma hennar nokkrar hænur og hvítan hana með eldrauðan kamb, bráðsnotran. Það voru líka fuglar í öðrum kofum á víð og dreif um skóginn. Sumsstaðar voru meira að segja endur. Hún mundi eftir öndinni sem komið var með frá Lencho. Stoltur fugl sem sigldi í fararbroddi fyrir ungum sínum gulum og sólin skein á þá alla. Eitt sinn hafði faðir hennar komið heim með heilan hóp af villiandarung- um. Þeir skræktu í stöðugri örvæntingu, sífellt í leit að æti. Hún hafði sjálf gefið þeim þartil þeir uxu úr grasi og aðeins einn þeirra hafði orðið eftir í húsinu, það var önd sem óttaðist engan og stóð bísperrt uppi í hárinu á hverjum sem var. A kvöldin kjagaði hún alltaf þangað sem faðirinn sat og hreiðraði um sig við fætur hans. — Komstu bara með þessi föt sem þú ert í? — Nei, ég er með önnur til skiptanna. Spánverjinn leit við án þess að nema staðar og virti hana fyrir sér frá hvirfli til ilja. Hann veitti því enga athygli að hún sýndi honum fatapinkilinn sem hún hélt á. — Það þarf að kaupa eitthvað á þig. Hún hýrnaði við. Hvernig föt yrðu það? Kannski nýr kjóll, kannski kjóll einsog konan á dagatalinu klæddist, hver veit. Konan á dagatalinu var ekki alltaf ein. Stundum var maður hjá henni, ungur og Ijóshærður með glaðasta andlit í heimi, með sterka handleggi og engar æðar sem sáust. Best af öllu var þó bros hans, jafnar og heilar tennurnar. Ymist voru þau að sötra bjór eða þau hófu á loft sápu- stykki eða stór tannkremstúba sveif yfir höfðum þeirra. Eitt árið hafði komið dagatal með bláklæddri konu. Hún var að tína blóm á víðum velli. Það vottaði ekki fyrir illgresi eða rótum. Blóm hvert sem litið var. Konan hélt á stórum stráhatti með rauðum borða. Hattur- inn var allur í nellikum og liljum og kjóllinn var líka með blóma- mynstri. Þannig kjól hlyti hún að fá; kannski bláan. . . TMM VII 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.