Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 108
Tímarit Máls og menningar Krabbi skreið yfir stíginn og hún hrökk við óttaslegin og nam staðar. Þegar hún sá skoplegan krabbann teygja út fálmarana einsog til að ógna henni og hörfa aftur á bak áttaði hún sig og ætlaði að fara að hlæja að ótta sínum en þá sparkaði Spánverjinn allt í einu af öllu afli í litla dýrið og það tókst á loft og hafnaði í skurðinum. Hún hélt áfram ferðinni án þess að segja orð og horfði útundan sér á krabbann sem sökk í vatnið með líflausa fálmarana teygða út í loftið. — Ertu hrædd? Þú sem ert alin upp í sveit! spurði hann og hló tannlausum hlátri. — Eg hélt þetta væri slanga. — Ertu hrædd við slöngur? — Dálítið, já. — Það er eins gott að fara að venjast þeim, ha, ha! sagði karlinn og hló enn hærra og leitaði að augum hennar til að gá hvað hann sæi í þeim. En augu Isabelítu voru einsog dálítið af tæru vatni og annað ekki. Hún rifjaði upp kveðjuorð móður sinnar: „Hegðaðu þér einsog kvenmaður, Isabelíta, mundu að þú ert orðin fjórtán.“ Og hún skammaðist sín fyrir að hafa orðið hrædd. Einhverju sinni hafði faðir hennar sagt að Juana Vizcaya væri alvörukvenmaður, því hún væri duglegri en nokkur önnur og svo væri hún ekki að glenna sig framan í hvern sem væri. Móðir hennar var líka þannig, þögul og bláeyg. Kona er semsé sú sem ævinlega fylgir manninum, sér um hús hans, þvær af honum og eldar ofan í hann og elur upp börnin hans. Kona var líka sú sem einu sinni tók spýtu, málaði á hana lítil augu og munn með viðarkoli og svæfði hana síðan í fanginu og söng fyrir hana — þessu mundi hún vel eftir. — Þú ert kannski að hugsa um að ég gæti verið faðir þinn, sagði maðurinn og þá missté hún sig í fyrsta sinn. — Hvað er nú? spurði hann. — Ekkert, ég hrasaði, sagði hún og beið. Þau stóðu kyrr og hann setti hendur á mjaðmir. Aftur virti hann hana fyrir sér frá hvirfli til ilja og sagði svo um leið og hann sneri sér við: — Gleymdu ekki að þú ert fullvaxin kona. Hún svaraði ekki en hugsun hennar flaug aftur af stað. Einu sinni — það var varla nema ár síðan — hafði hún ímyndað sér að hún væri 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.