Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 121
Úrvinnsla orbanna
Eftir að Pétur hefur sagt að allt sé stopp í húsbyggingunni, og er sofnaður
út frá öllu saman, vakir konan og hugsar ráð sitt:
Hún dró til sín sængina, vafði henni um sig svo að myndaðist autt bil milli
þeirra í rúminu og á þetta auða tóm brá ljósið geisla sínum og klauf nóttina í
tvennt; í fyrsta skipti varð smán hennar viðskila við smán hans og gekk sína
píslargöngu ein. (53)
Með þessari myndrænu lýsingu er verið að segja frá mikilvægum tíma-
mótum í lífi konunnar, hún er hætt að fylgja manni sínum. Þetta tapast alveg
í þýðingunni, vegna þess að „í fyrsta skipti“ er þar einfaldlega orðið að
atviksorðinu „först“ (38), eins og um einhverja upptalningu á aðgerðum sé
að ræða. Hvergi kemur þar þó fram hvað gerist næst, og textinn hangir því
ekki heldur saman setningafræðilega.
Föst orð og orðtök
Eitt af því sem einkennir íslensku samanborið við mörg önnur tungumál er
mikill fjöldi myndrænna orða og orðasambanda, sem í mæltu máli hafa að
miklu leyti misst upprunalega merkingu sína og eru þar mest notuð í
yfirfærðri merkingu. I Leigjandanum er mjög mikið af slíkum orðasam-
böndum, sem þýðandi hefur annaðhvort misskilið eða þýtt alltof bókstaf-
lega. Skulu hér nefnd nokkur dæmi um þetta.
Þegar hjónin átta sig á stöðu sinni gagnvart leigjandanum, sem hefur tekið
upp sófann fyrir þeim, svo að þau verða að fara snemma í háttinn á hverju
kvöldi, segir: „þau voru að fuðra upp og visna fyrir augum hvors annars,
tvö útbrunnin skör fyrir tímann“ (55—56). „Skar“ er upprunalega brunninn
kveikur eða kerti sem er að brenna út, en í yfirfærðri merkingu er orðið
einnig notað um hrumt fólk eða gamalmenni. A íslensku er því hægt að nota
orðið „skar“ ýmist um kertaloga (og kveik) eða fólk. Þessa tvíbentu mynd
Svövu hefur þýðandi annaðhvort ekki skilið eða hirt um, því að hann þýðir
einfaldlega frá orði til orðs: „dei heldt pá á löga opp og visne for augo pá
einannan, to talgljos oppbrende för tida“ (39). Líking hjónanna við tóigar-
kertin í þýðingunni er alveg út í hött, og gerir textann mjög skrítinn.
Þegar konan hefur komið með kaffibolla og innskotsborð fram í forstof-
una til leigjandans, tekur hann hvort tveggja úr höndum hennar, þakkar
henni fyrir og brosir. „Þetta bros kom henni í opna skjöldu þarna sem hún
stóð allt í einu varnarlaus með ekkert í höndunum“ (36) segir um viðbrögð
hennar. Orðasambandið „að koma e-m í opna skjöldu“ er nú á dögum
oftast notað í yfirfærðri merkingu. Islenskar húsmæður eru líka fæstar
búnar skjöldum eða vopnum sér til varnar á heimilum sínum. Það virðist
111