Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 130

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 130
Umsagnir um bækur DREKAR OG SMÁFUGLAR Ólafur Jóhann Sigurðsson: Drekar og smáfuglar. Ur fórum bladamanns. Mál og menning. Reykjavík 1983. 599 bls. Þessi bók er þriðja og síðasta bindi í sagnabálki sem hefur verið þrjá áratugi í smíðum. Fyrsta bindi, Gangvirkið, kom út árið 1955, en annað bindið, Seiður og hélog, 1977. Allar hafa bækurnar und- irtitilinn Ur fórum blaðamanns, enda er aðalpersónan og sögumaðurinn, Páll Jónsson, blaðamaður í Reykjavík á þeim árum sem sagan gerist. Blaðamannsferill hans hefst í janúar árið 1940 og lýkur í marsmánuði 1949, en sagan í heild spannar nokkru lengra tímaskeið. Drekar og smáfuglar hefjast þar sem Seiður og hélog enduðu, á þeim örlaga- degi þegar kjarnorkusprengju var varp- að á Hírósíma en ris þessarar bókar verður annan örlagadag, 30. mars 1949. Áratugurinn sem verkið í heild fjallar um var örlagatími í veraldarsögunni og íslenskt samfélag gerbreyttist jafnframt því að íslenska þjóðin var að marka sér stað í veröldinni og velja ný lífsgildi. Páll Jónsson sögumaður, sem í fyrri bókum tregðaðist við að láta ys og þys tímanna hafa áhrif á sig, öðlast í þessu lokabindi nýjan skilning á sjálfum sér og heimin- um.Drekar og smáfuglar segja frá upp- gjöri sem undirbúið var í fyrri bindum og er tvímælalaust átakamesta bók þessa sagnabálks. Höfundur bregður upp fjölþættri mynd af íslensku samfélagi. Páll lifir lífi sínu í námunda við stjórnmálaleg átök, ljós og leynd, veit sumt og hefur veður af öðru. Leið hans liggur meðal fólks af ýmsum stigum, svo að þeir sem á vegi hans verða geta nærri talist fulltrúar þjóðarinnar í heild. Hann fer nokkuð víða um landið og í huga sér kafar hann svo langt sem auðið er í eigin fortíð og uppruna, jafnframt því sem fortíð og saga þjóðarinnar er honum hugleikin, en framtíð stöðugt áhyggjuefni. Atburðir verða af mörgu tagi, sumir skoplegir, aðrir átakanlegir, en allt fellur þetta sam- an í mikinn straum Sem lesandi skynjar eins og hann sé staddur í honum miðj- um, straum tímans og örlagaríkrar sögu. Sagnabálkurinn um Pál Jónsson er orðinn feiknamikill að umfangi og frá- sögnin breikkar og hægir á sér eftir því sem á hann líður. Á tímum þegar flest- um finnst þeir þurfi að flýta sér er því von að menn spyrji hvort ekki hefði verið hægt að segja þessa sögu í knapp- ara formi, styttra máli. Sjálfsagt hefði það verið hægt, en það hefði orðið allt önnur saga og margt farið forgörðum af því sem hún færir lesandanum eins og hún er. Ekki þarf reyndar lengi að litast um í heimsbókmenntunum til að finna firnalangar skáldsögur sem eru meðal frægustu og áhrifamestu verka. Skáld- sagan er að þessu leyti sérstætt form sem leyfir að mikið og margbrotið efni sé dregið inn í eitt verk og þá um leið vakin upp tilfinning fyrir heilu samfélagi, 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.