Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 135
sem fleiri hafa komist í návígi við, á almennari og skáldlegri hátt en áður. Og upp lýkst sameiginlegur og auðugur heimur sem lesandi kannast við og upp- lifir á nýjan hátt fyrir tilstilli skáldsins. Með Heimkynnum vib sjó og núna 36 Ijóðum tekur Hannes oftar fyrir brýn málefni, vangaveltur er alla menn varða og það sem mestu skiptir; hann gerir það að miklum og glæsilegum skáldskap um leið. II En vert er að hyggja nánar að því hvern- ig þessi nýja bók kemur heim við ofan- greinda þróun í einstökum atriðum. Formið og allir ytri þættir eru með sama sniði og í Heimkynnum við sjó. Ljóðin eru órímuð og Hannes heldur fram sinni sérstæðu beitingu stuðla sem vegur þyngst í þeirri kliðmýkt og þýðu hrynj- andi sem einkennir bókina. Hnitun í uppbyggingu er af sama tagi og einnig tilhneigingin til þess að enda ljóðin á líkingu, oft óvæntri, sem birtir tíðast nýja sýn á viðfangsefni ljóðsins eða kristallar meginhugsun þess: Sólin í austri logar! Hún er glófjaðraður hani sem galar á festingunni! (3) Sem dautt hismi dettur tíminn af augum mér. (20) Það er enginn vafi á því að formleg hlið þessara tveggja bóka er niðurstaða Hannesar Péturssonar af tilraunum hans með form, — áfangi á þróunarferli sem glöggt má sjá með því að fletta Kvæða- safni hans. Hann hefur fundið það knappa og hnitmiðaða form sem best hæfir hugsun hans og ljóðrænum myndum. Umsagnir um bakur Ljóðgáfa Hannesar birtist skýrast í myndskyni hans. Hvað eftir annað sýnir hann velþekkt fyrirbæri í fullkomlega nýju og óvæntu ljósi, — skynjar um- hverfið á frumlegan og skáldlegan hátt. 36 Ijóð geymir mörg dæmi þessa hæfi- leika. Tuttugasta og fyrsta ljóð er t. d. mótmæli gegn þeirri tegund níhílisma sem afneitar mikilvægi og þýðingu um- hverfisins: Það hæfði vissulega hugsjónalitlum manni heyri ég talað undir tungurótum sjálfs mín að hlutirnir fyrir augum hans væru innanétnar skeljar eða arnarstapar handa engu nema veðrunum. Það hæfði vissulega hugsjónalitlum manni. Hlutirnir sem ég ann þeir uppfylla samt jörðina og standa hér í nýrri nálægð andspænis hjarta mér. Það er júníkvöld. Klettadrangur í bjarma: útsýnið lagt í gegn af gullrauðu nautshorni! (21) Þannig sýnir Hannes í lokin fram á hið gagnstæða með frumlegri og glæsilegri mynd. Fyrsta ljóð bókarinnar er einnig gott dæmi um hið sterka myndskyn og hversu fágað og hnitmiðað orðfæri Hannes hefur tamið sér, — samspil orðs og hugsunar er einfalt og kraftmikið: Hesturinn rauði skynjar hin skærhvítu geislabrot 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.