Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 135
sem fleiri hafa komist í návígi við, á
almennari og skáldlegri hátt en áður. Og
upp lýkst sameiginlegur og auðugur
heimur sem lesandi kannast við og upp-
lifir á nýjan hátt fyrir tilstilli skáldsins.
Með Heimkynnum vib sjó og núna 36
Ijóðum tekur Hannes oftar fyrir brýn
málefni, vangaveltur er alla menn varða
og það sem mestu skiptir; hann gerir
það að miklum og glæsilegum skáldskap
um leið.
II
En vert er að hyggja nánar að því hvern-
ig þessi nýja bók kemur heim við ofan-
greinda þróun í einstökum atriðum.
Formið og allir ytri þættir eru með sama
sniði og í Heimkynnum við sjó. Ljóðin
eru órímuð og Hannes heldur fram sinni
sérstæðu beitingu stuðla sem vegur
þyngst í þeirri kliðmýkt og þýðu hrynj-
andi sem einkennir bókina. Hnitun í
uppbyggingu er af sama tagi og einnig
tilhneigingin til þess að enda ljóðin á
líkingu, oft óvæntri, sem birtir tíðast
nýja sýn á viðfangsefni ljóðsins eða
kristallar meginhugsun þess:
Sólin í austri logar!
Hún er glófjaðraður hani
sem galar á festingunni! (3)
Sem dautt hismi
dettur tíminn af augum mér. (20)
Það er enginn vafi á því að formleg hlið
þessara tveggja bóka er niðurstaða
Hannesar Péturssonar af tilraunum hans
með form, — áfangi á þróunarferli sem
glöggt má sjá með því að fletta Kvæða-
safni hans. Hann hefur fundið það
knappa og hnitmiðaða form sem best
hæfir hugsun hans og ljóðrænum
myndum.
Umsagnir um bakur
Ljóðgáfa Hannesar birtist skýrast í
myndskyni hans. Hvað eftir annað sýnir
hann velþekkt fyrirbæri í fullkomlega
nýju og óvæntu ljósi, — skynjar um-
hverfið á frumlegan og skáldlegan hátt.
36 Ijóð geymir mörg dæmi þessa hæfi-
leika. Tuttugasta og fyrsta ljóð er t. d.
mótmæli gegn þeirri tegund níhílisma
sem afneitar mikilvægi og þýðingu um-
hverfisins:
Það hæfði vissulega
hugsjónalitlum manni
heyri ég talað
undir tungurótum sjálfs mín
að hlutirnir fyrir augum hans
væru innanétnar skeljar
eða arnarstapar
handa engu nema veðrunum.
Það hæfði vissulega
hugsjónalitlum manni.
Hlutirnir sem ég ann
þeir uppfylla samt jörðina
og standa hér í nýrri
nálægð andspænis hjarta mér.
Það er júníkvöld.
Klettadrangur í bjarma:
útsýnið lagt í gegn
af gullrauðu nautshorni! (21)
Þannig sýnir Hannes í lokin fram á hið
gagnstæða með frumlegri og glæsilegri
mynd.
Fyrsta ljóð bókarinnar er einnig gott
dæmi um hið sterka myndskyn og
hversu fágað og hnitmiðað orðfæri
Hannes hefur tamið sér, — samspil orðs
og hugsunar er einfalt og kraftmikið:
Hesturinn rauði skynjar
hin skærhvítu geislabrot
125