Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 137

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 137
Umsagnir um bækur Hví skyldi vera merkingarlaust að mynnast út í þögnina. . . (25) Hann varpar því fram að þrátt fyrir endanlegan dauða gæti Guð samt sem áður verið til. En röksemdafærsla þeirra sem á eilíft líf trúa hefur tíðast verið á þá lund að tilvist Guðs feli það í sér. Eitt ánægjulegasta merki þróunar er hófst með Heimkynnum við sjó er aukin hugsun um skáldskapinn, vandann að yrkja sem og tilgang og markmið ljóð- listar í þessum heimi. Heimkynni við sjó hefur að geyma mörg ljóð um þetta efni sem var talsverð breyting frá fyrri bókum. I einu ljóðanna þar kemur t. d. skýrt fram hvaða hlutverk Hannes ætlar ljóðum sinum, — að hverju góður skáld- skapur á að stefna: Ljóð mín bíða mynda sem merkingum hnika til sundra þó ekki hlutunum en sýna þá snöggt, svo þeir hrökkva upp af dásvefni þungum sem dagarnir læsa þá í. . . (Heimk. 8) 36 Ijóð er rökrétt framhald þeirrar stefnu er þetta ljóð boðar og í henni er að finna mörg tilbrigði við þetta margslungna og furðulega yrkisefni tuttugustu aldar, — menn yrkja um að yrkja og úr verður margræður skáldskapur! I þessari bók eru m. a. endurminningar skáldsins frá fyrsta fitlinu við skáldskap, — feimni hins óframfærna unglings og virðing hans fyrir ljóðmálinu. En kannski er komist næst skoðunum Hannesar á eðli skáldskaparins í ljóði 14 sem ber yfir- skriftina Til skálds í útlöndum og ég ímynda mér að gæti verið Hölderlin. Eg les þig — og ég ferðastl feyki burt myglu sjónarinnar — endurnýjast við óvænta staðhætti: orð hvílir innar hinu sem er notað og hugmynd hvílir í hugmynd annarri. (14) En skáldskapur er víðfeðmt hugtak og fleira er skáldskapur en orðlistin ein. Ljóðið um glerlistamanninn aldna er eitt minnistæðasta Ijóð bókarinnar. Þar túlk- ar Hannes tilfinningar listamanns sem finnur að sköpunarmáttur hans fer þverrandi. Angist og einsemd hins aldna manns er man sín frjóu ár, tíma innblást- urs og krafts, en þarf nú að horfast í augu við hrörnun og hrumleika, — þó á hann sér enn eilitla von. Og hann væntir þess á viðburðalausum stöðum að fuglinn blái fljúgi sem eitt sinn, fljúgi! gegnum augu hans með eld undir vængjum. O megi hann steypast eldvængjaður gegnum augu hans! (23) Þungbært hlutskipti listamannsins og þær flóknu kenndir sem leika um huga hans verða lesanda áleitnar sakir þess næmleika og innsæis er býr í ljóðinu. Mörg þessara ljóða eru persónuleg á þann hátt að í þeim flestum er ákveðinn mælandi og það „ég“ má oft heimfæra upp á Hannes Pétursson, sé miðað við almenna vitneskju um bakgrunn hans og uppruna. En ljóðin eru hins vegar fjarri því að vera sjálfhverf eða hringsól einka- legra vandamála. Skáldið býr ljóðunum einatt þann listræna búning að t. d. pers- ónulegar minningar úr bernsku verða 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.