Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 138

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 138
Tímarit Máls og menningar um leið tjáning tilfinninga er sprengja allar persónulegar forsendur. Hann gæð- ir þær algildi. Til að mynda er bernskuminning þar sem drengurinn ungi gengur: Til móts við styggan hest í haganum fyrsta sinni. . . (26) eiginlega lýsing ákveðinnar manndóms- vígslu, — lýsir atburði er felur í sér mikilvæg hvörf í lífinu sem aðeins verða skilin að fullu úr fjarlægð, — hér fjörutíu árum seinna eða svo. En endir þessa ljóðs sýnir vel hversu myndrænt skáld Hannes er og þá stefnu sem ljóðagerð hans hefur tekið, — í staðinn fyrir að reyna að kryfja þessa upplifun, brjóta hana til mergjar með orðum, — þá kem- ur þessi tvístraða mynd sem, þegar allt kemur til alls, segir miklu meira og á djúpstæðari hátt: Hesturinn framundan: hárauð sveigja. . . eldslogi sem er einn á beit! (26) Það hefur oft verið sagt að ljóð Hann- esar séu undarlega snauð af manneskjum og öllu því sem nefnt hefur verið mannlíf. Vissulega er annað fólk en skáldið tiltölulega sjaldgæft og ljóðmæl- andinn tekur sér oft stöðu utan við mannfélagið, — horfir á það með glöggu auga gestsins. Hvað sem því líður þá eru ljóðin full af mannleika og næmri tilfinn- ingu fyrir lífi manna og aðstæðum þeirra. Það má til að mynda nefna bernskuminningar þessarar bókar þar sem sveitasamfélagið er séð með augum barnsins. Tilfinningum þess miðlar Hannes með áhrifarikum hætti og fullkomlega laust við yfirborðskennd og þarf þó talsvert til þess að hin barnslega rödd hljómi ekki ankannalega úr penna fullorðins. En gleggst kemur næmi skáldsins á manninn og líf hans fram í ljóði sem reynir að túlka mannlíf sem nú heyrir sögunni til, — hina hörðu og miskunnarlausu lífsbaráttu á hjara ver- aldar, Hornströndum. Yfirskrift ljóðs- ins er: Hornstrandir; hugsab til Þ. B.: A landsenda sé ég fólk í fangbrögðum við skapanornir: dynhamra, flugabjörg og flækjur veðra fiskaslóðir, matkletta moldir og einstigu. Langt í norður frá hendi minni: hræddum garðfugli. Guðstrúarfólk í rekavíkum. Og glæringar drauga! Söguslóð sem er margbrugðin sauðgróðri, vorskini, lífgrösum. Söguslóð sem er margbrugðin sjávarnið, dökkva, snæbirtu. Heim innan heimsins. Lífs-stríð undir hengjum dauðans. Langt í norður frá hendi minni: hræddum garðfugli. (24) Til marks um næmi til mannlýsinga má einnig benda á ljóð um Stein Steinarr. Það Ijóð er m. a. merkilegt fyrir það að þar eygir Hannes merki vonar og fyrir- heits hjá hinu bölsýna skáldi, gegnum hið fræga enni: Og enni hans verður snögglega sem allt hafi tilgang: Lífið, það er líf á langferð undir stjörnunum. 128
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.