Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 138
Tímarit Máls og menningar
um leið tjáning tilfinninga er sprengja
allar persónulegar forsendur. Hann gæð-
ir þær algildi. Til að mynda er
bernskuminning þar sem drengurinn
ungi gengur:
Til móts við styggan hest
í haganum fyrsta sinni. . . (26)
eiginlega lýsing ákveðinnar manndóms-
vígslu, — lýsir atburði er felur í sér
mikilvæg hvörf í lífinu sem aðeins verða
skilin að fullu úr fjarlægð, — hér fjörutíu
árum seinna eða svo. En endir þessa
ljóðs sýnir vel hversu myndrænt skáld
Hannes er og þá stefnu sem ljóðagerð
hans hefur tekið, — í staðinn fyrir að
reyna að kryfja þessa upplifun, brjóta
hana til mergjar með orðum, — þá kem-
ur þessi tvístraða mynd sem, þegar allt
kemur til alls, segir miklu meira og á
djúpstæðari hátt:
Hesturinn framundan:
hárauð sveigja. . .
eldslogi
sem er einn á beit! (26)
Það hefur oft verið sagt að ljóð Hann-
esar séu undarlega snauð af manneskjum
og öllu því sem nefnt hefur verið
mannlíf. Vissulega er annað fólk en
skáldið tiltölulega sjaldgæft og ljóðmæl-
andinn tekur sér oft stöðu utan við
mannfélagið, — horfir á það með glöggu
auga gestsins. Hvað sem því líður þá eru
ljóðin full af mannleika og næmri tilfinn-
ingu fyrir lífi manna og aðstæðum
þeirra. Það má til að mynda nefna
bernskuminningar þessarar bókar þar
sem sveitasamfélagið er séð með augum
barnsins. Tilfinningum þess miðlar
Hannes með áhrifarikum hætti og
fullkomlega laust við yfirborðskennd og
þarf þó talsvert til þess að hin barnslega
rödd hljómi ekki ankannalega úr penna
fullorðins. En gleggst kemur næmi
skáldsins á manninn og líf hans fram í
ljóði sem reynir að túlka mannlíf sem nú
heyrir sögunni til, — hina hörðu og
miskunnarlausu lífsbaráttu á hjara ver-
aldar, Hornströndum. Yfirskrift ljóðs-
ins er: Hornstrandir; hugsab til Þ. B.:
A landsenda sé ég fólk
í fangbrögðum við skapanornir:
dynhamra, flugabjörg
og flækjur veðra
fiskaslóðir, matkletta
moldir og einstigu.
Langt í norður frá hendi minni:
hræddum garðfugli.
Guðstrúarfólk í rekavíkum.
Og glæringar drauga!
Söguslóð sem er margbrugðin
sauðgróðri, vorskini, lífgrösum.
Söguslóð sem er margbrugðin
sjávarnið, dökkva, snæbirtu.
Heim innan heimsins. Lífs-stríð
undir hengjum dauðans.
Langt í norður frá hendi minni:
hræddum garðfugli. (24)
Til marks um næmi til mannlýsinga má
einnig benda á ljóð um Stein Steinarr.
Það Ijóð er m. a. merkilegt fyrir það að
þar eygir Hannes merki vonar og fyrir-
heits hjá hinu bölsýna skáldi, gegnum
hið fræga enni:
Og enni hans verður snögglega
sem allt hafi tilgang:
Lífið, það er líf
á langferð undir stjörnunum.
128