Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 139
Að deyja, það er aðeins
hin alhvíta hreyfing. (33)
Það mætti halda lengi áfram að tíunda
kosti þessarar bókar. 36 Ijóð er fágætt
verðmæti öllum þeim sem skáldskap
unna og á raunar brýnt erindi við alla
menn. Ljóð Hannesar Péturssonar bera
með sér næmi, skilning og skáldlega
hugsun og jafnframt mikinn húman-
isma. A slíku þurfa allir að halda, ekki
síst í nútímanum.
Pdll Valsson
MÓÐUHARÐINDI AF MANNA
VÖLDUM?
Gísli Gunnarsson: Monopoly Trade and
Economic Stagnation. Studies in the
Foreign Trade of Iceland 1602—1787
(Skrifter utg. af Economisk-Histor-
iska Föreningen i Lund XXXVIII),
Lundi (Studentlitteratur) 1983.
Einokun og hagstöðnun er doktorsrit-
gerð Gísla Gunnarssonar í hagsögu, 190
mjög drjúgar blaðsíður (vélritsáferð, þó
jafnaðar línur), nokkrar myndir og kort,
margar talnaskrár og línurit, tilvísana-
og heimildabálkar að fræðimannlegum
hætti.
I örstuttum inngangskafla tæpir Gísli
á þeirri sögutúlkun sem síðan verður
rauður þráður bókarinnar: Allt frá mið-
öldum hafi framfaramöguleikar Islend-
inga legið í fiskveiðum fyrir erlendan
markað, en íhaldssöm innlend valdastétt
hafi af ótta við röskun á valdastöðu
sinni, sett þróun sjávarútvegsins þröngar
skorður, ekki síst með áhrifum sínum á
kaupsetningar einokunartímans; með
þeim hafi sjávarútvegurinn greitt niður
Umsagnir um bækur
viðskiptakjör landbúnaðarins, og fyrir
vikið verið vanfær um að draga til sín
fjármagn og vinnuafl að því marki sem
æskilegt hefði verið; þetta sé öðru frem-
ur skýringin á stöðnun og sárri fátækt í
landinu öldum saman.
I öðrum kafla er lýst baksviði verslun-
arsögunnar, atriðum eins og heimilis- og
fjölskyldugerð, atvinnuvegum, verð-
hlutföllum í innanlandsviðskiptum. I
hinum þriðja er gerð grein fyrir samsetn-
ingu inn- og útflutnings á einokunartím-
anum, og fylgir rækilegur samanburður
á verðhlutföllum inn- og útflutnings,
annars vegar í kaupstað á Islandi, hins
vegar á mörkuðum Danmerkur og við-
skiptalanda hennar. En af misgengi þess-
ara verðhlutfalla stafaði mjög breytileg
arðsemi einokunarverslunarinnar. I
fimmta kafla er svo farið nánar niður í
útflutningsmarkaðina fyrir fisk og kjöt,
jafnframt því sem yfirlit er veitt um
verslunarhafnir á Islandi, þjóðerni versl-
unarskipanna og siglingu þeirra á er-
lendar hafnir utan Kaupmannahafnar.
Fjórði kafli er örstutt yfirlit um sögu
einokunarinnar til 1733, ásamt ríkisaf-
skiptum af verslun á fyrri öldum. I
köflum 6—9 er sagan rakin miklu nánar
þau 55 ár sem eftir eru af einokunartím-
anum, sagt frá verslunarfyrirtækjunum
hverju af öðru og bókhald þeirra notað,
ásamt verðlagsheimildum og öðrum til-
tækum gögnum, til að lýsa afkomu
þeirra og rekstrarskilyrðum. Það efni er
svo dregið saman í 10. kafla ásamt yfir-
liti um konungstekjur af Islandi og ann-
an hag Dana af sambandinu við Island.
I lokakafla er lýst heildarniðurstöðum
og um leið rædd ýmis atriði í viðskipta-
háttum einokunartímans.
Sögurakning og sögugreining
Af nýjum upplýsingum í bók Gísla
TMM IX
129