Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Side 141
91%, 45% og 21% (í sömu röð talið).
Þetta sé, segir hann, „um það bil verð-
hækkunin á viðkomandi vörum í
kaupsetningunni 1776 miðað við taxt-
ann frá 1702“ sem Olafur hafi notað.
Hér er strax haspið að láta kaupstaðar-
verð alfarið ráða mati á vörum sem ekki
voru framleiddar til útflutnings nema að
minnihluta (kjöt, líklega fiskur) eða alls
ekki (mjólk, sem er stærsti liðurinn), úr
því að verðhlutföll í innlendum land-
aurareikningi fylgdu ekki breytingum
kaupsetningarinnar. (Nema verið væri
að leiðrétta verðgildi ríkisdalsins, en þá
þyrfti að útskýra það og láta það koma
fram á ull og öðrum vörum líka.) Og svo
skortir heimildir fyrir hundraðstölunum
þremur. Vísað er til staðar aftar í bók-
inni, en þar eru þessar tölur ekki
reiknaðar út; mjólkurvara er þar bók-
staflega að engu getið, og um fisk koma
þar aðeins fram verðhlutföll hans á móti
nokkrum vörum öðrum, sem breyttust
mjög mismikið 1776 (t. d. sama og ekk-
ert móti korni) og ekki augljóst hvernig
út úr því kæmi 91% hækkun.
Þessi aðfinnsluefni eru þó engan veg-
inn dæmigerð fyrir bókina, heldur þvert
á móti undantekningar frá reglunni um
hugkvæmni og öryggi í öllu sem að
tölum veit.
Kenningasmíð
Eins og fyrr segir, er bók Gísla ágætust
af hinum mörgu og glöggu ályktunum
hans og alhæfingum um samhengi hlut-
anna. Hvað réð íhaldssemi embættis-
manna í atvinnumálum? Hvað hamlaði
aukinni sjósókn langt fram á 18. öld? Til
hvers leiddi það að ákveða verðlag í
kaupstað með konungstilskipun? Af
hverju fengu Islendingar ekki að eiga
inni í kaupstað og ekki að leggja inn
Umsagnir um bcekur
afurðir fyrir peninga? Þannig mætti
lengi telja, bæði stórt og smátt, að
ónefndri aðalkenningu bókarinnar, sem
ég gat fyrri, um þann „vítahring vanþró-
unar“ sem einokunin hafi verið hlekkur
í. (Þó að Gísii svari því ekki beinlínis
hvort hann telji sjálf Móðuharðindin
hafa verið af manna völdum, heldur
lofar hann sérstakri grein um það efni,
sem birtist í bók um Skaftárelda alveg
um sama leyti og þessi ritdómur.)
Auðvitað gildir það ekki síður um
skýringartilgáturnar en tölfræðina að
sitt geti sýnst hverjum og torfundinn
fullnaðarúrskurður um hverju trúa beri.
Eg trúi því t. d. illa, að takmarkað
lestarrými í dýrum millilandaferðum
hafi út af fyrir sig ýtt svo mjög undir
kaupmenn að flytja til Islands hinar dýr-
ustu vörur miðað við þyngd og fyrirferð
(bls. 175). Eg set það fyrir mig, að skipin
hafi að jafnaði þurft að flytja nærri því
sama verðmæti utan og út (á íslensku
verði reiknað) og það hafi fremur verið
samsetning íslensku afurðanna en inn-
fluttu varanna sem takmarkaði vöru-
skiptaveltuna. Þetta vel ég af handahófi
af þó nokkrum hugsanlegum ágrein-
ingsefnum, og það er einmitt dæmigert
fyrir það að varða smáatriði og hagga í
rauninni lítið þeirri ályktun sem Gísli
notar það til að styðja, því að hann hefur
önnur rök jafnframt.
Ég held nefnilega að ályktanir Gísia
séu í stórum dráttum traustar, oft snjall-
ar, og a. m. k. alltaf nógu skynsamlegar
til að maður læri nokkuð af að gaum-
gæfa þær, líka þær tiltölulega fáu sem
maður kann á endanum að draga í efa.
ln Icelandic, please\
Þótt bók Gísla sé hið merkasta rann-
sóknarverk, er hún voðalegt torf að lesa.
131