Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 19
Hugarfarssaga hæpið: það er ekki hægt að setja „hámenningarfyrirbæri“ á sérbás og gera fyrirfram skarpan greinarmun á hugarfari almennings og hugmyndum menntamanna og hugsuða, hugarfarssagan hlýtur að fjalla fordómalaust um öll þessi fyrirbæri og leiða í ljós afstöðu þeirra innbyrðis í sérstökum rannsóknum. Sú hugmynd að „hugarfarið geti orðið kenningunum yfirsterkara" er nátengd enn öðrum viðhorfum, sem nokkuð hefur borið á meðal franskra sagnfræðinga og eru einnig arfur frá fyrri kynslóðum Annála-hreyfingarinn- ar. Verður að gera grein fyrir þeim hér, þótt þau séu reyndar ekki eins skýr og viðhorfin sem nú hafa verið rakin — og franskir sagnfræðingar myndu kannske mótmæla þeim sjálfir — en aftur verður að þeim vikið, þegar fjallað verður um merkingu sjálfs orðsins „hugarfar“. Fyrir áhrif frá dólgamarx- isma höfðu þeir sagnfræðingar franskir, sem fengust á sínum tíma við efnahagssögu, mikla tilhneigingu til að líta svo á að hún þróaðist eftir föstum lögmálum í stöðuga framfaraátt og tækju þannig ýmis stig hvert við af öðru. Þótt slíkri kenningu væri ekki alltaf haldið fram berum orðum, kom hún oft fram óbeint, t. d. á þann hátt að litið var á „lénsskipulagið“ sem ákveðið stig í slíkri þróun og öll fyrirbæri þess tíma miðaldanna tengd því og skýrð í sambandi við það. Þess verður nú stundum vart, að slík viðhorf hafi færst yfir í hugarfarssöguna: er þá litið svo á að ákveðin „hugarfarsstig" hafi tekið við hvert af öðru samkvæmt ákveðnum þróunar- lögmálum, og stefnt hægt og hægt í „framfaraátt“. Kenningar af þessu tagi koma kannske einna skýrast fram í ýmsum ritum, sem eru ekki eftir franska sagnfræðinga en hafa vakið athygli í Frakklandi, — þær hafa t. d. löngum verið útbreiddar meðal sovéskra sagnfræðinga. Sem dæmi má nefna verkið Grundvallarhugmyndir í miðaldamenningu eftir Aaron J. Gourevitch, sem hefur verið þýtt á frönsku (með formála eftir Georges Duby) og síðar á ensku og hlotið góða dóma. Höfundur heldur því fram að „hverju stigi í þróun framleiðslu og félagstengsla fylgi sérstök heimsskoðun“, og síðan rannsakar hann hugmyndir á miðöldum um ákveð- in grundvallaratriði eins og tíma, rúm, lög, vinnu og eignir, og finnur alls staðar andstæðu tveggja ólíkra heimsskoðana, „germanskrar heimsskoðun- ar“, sem hann telur frumstæða, og „heimsskoðunar lénsskipulagsins", sem er að hans dómi komin lengra áleiðis á „þróunarbrautinni“. I bókinni Mentalitáten und Systeme, sem er afspyrnuvond en Le Goff tekur þó með á stuttum lista um grundvallarfræðirit í hugarfarssögu, heldur Rolf Sprandel fram þróunarkenningu af svipuðu tagi, þótt hún sé gerólík í einstökum atriðum. Telur hann að náin hliðstæða sé milli þróunar hugarfars í tímans rás og þróunar hugarfars hvers nútímaeinstaklings frá bernsku til fullorðins- ára, og skilgreinir þannig „þrjú stig menningarþróunar". Síðan rannsakar tmm ii 417
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.