Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 19
Hugarfarssaga
hæpið: það er ekki hægt að setja „hámenningarfyrirbæri“ á sérbás og gera
fyrirfram skarpan greinarmun á hugarfari almennings og hugmyndum
menntamanna og hugsuða, hugarfarssagan hlýtur að fjalla fordómalaust um
öll þessi fyrirbæri og leiða í ljós afstöðu þeirra innbyrðis í sérstökum
rannsóknum.
Sú hugmynd að „hugarfarið geti orðið kenningunum yfirsterkara" er
nátengd enn öðrum viðhorfum, sem nokkuð hefur borið á meðal franskra
sagnfræðinga og eru einnig arfur frá fyrri kynslóðum Annála-hreyfingarinn-
ar. Verður að gera grein fyrir þeim hér, þótt þau séu reyndar ekki eins skýr
og viðhorfin sem nú hafa verið rakin — og franskir sagnfræðingar myndu
kannske mótmæla þeim sjálfir — en aftur verður að þeim vikið, þegar fjallað
verður um merkingu sjálfs orðsins „hugarfar“. Fyrir áhrif frá dólgamarx-
isma höfðu þeir sagnfræðingar franskir, sem fengust á sínum tíma við
efnahagssögu, mikla tilhneigingu til að líta svo á að hún þróaðist eftir
föstum lögmálum í stöðuga framfaraátt og tækju þannig ýmis stig hvert við
af öðru. Þótt slíkri kenningu væri ekki alltaf haldið fram berum orðum,
kom hún oft fram óbeint, t. d. á þann hátt að litið var á „lénsskipulagið“
sem ákveðið stig í slíkri þróun og öll fyrirbæri þess tíma miðaldanna tengd
því og skýrð í sambandi við það. Þess verður nú stundum vart, að slík
viðhorf hafi færst yfir í hugarfarssöguna: er þá litið svo á að ákveðin
„hugarfarsstig" hafi tekið við hvert af öðru samkvæmt ákveðnum þróunar-
lögmálum, og stefnt hægt og hægt í „framfaraátt“.
Kenningar af þessu tagi koma kannske einna skýrast fram í ýmsum ritum,
sem eru ekki eftir franska sagnfræðinga en hafa vakið athygli í Frakklandi,
— þær hafa t. d. löngum verið útbreiddar meðal sovéskra sagnfræðinga. Sem
dæmi má nefna verkið Grundvallarhugmyndir í miðaldamenningu eftir
Aaron J. Gourevitch, sem hefur verið þýtt á frönsku (með formála eftir
Georges Duby) og síðar á ensku og hlotið góða dóma. Höfundur heldur því
fram að „hverju stigi í þróun framleiðslu og félagstengsla fylgi sérstök
heimsskoðun“, og síðan rannsakar hann hugmyndir á miðöldum um ákveð-
in grundvallaratriði eins og tíma, rúm, lög, vinnu og eignir, og finnur alls
staðar andstæðu tveggja ólíkra heimsskoðana, „germanskrar heimsskoðun-
ar“, sem hann telur frumstæða, og „heimsskoðunar lénsskipulagsins", sem
er að hans dómi komin lengra áleiðis á „þróunarbrautinni“. I bókinni
Mentalitáten und Systeme, sem er afspyrnuvond en Le Goff tekur þó með á
stuttum lista um grundvallarfræðirit í hugarfarssögu, heldur Rolf Sprandel
fram þróunarkenningu af svipuðu tagi, þótt hún sé gerólík í einstökum
atriðum. Telur hann að náin hliðstæða sé milli þróunar hugarfars í tímans
rás og þróunar hugarfars hvers nútímaeinstaklings frá bernsku til fullorðins-
ára, og skilgreinir þannig „þrjú stig menningarþróunar". Síðan rannsakar
tmm ii
417