Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 24
Tímarit Máls og menningar aðferðum, sem starfsbræður þeirra og landar og jafnvel þeir sjálfir setja fram og viðurkenndar eru í orði, og fara stundum leiðir sem virðast ekki fyllilega í samræmi við venjulega skilgreiningu orðsins hugarfar. Þannig verður greinarmunurinn sem kenningasmiðir gera á hugarfarssögu og hugmynda- sögu oft harla óljós í reynd. Markalínan hlýtur alltaf að vera það, þótt menn séu sannfærðir um að á þessu tvennu sé einhver eðlismunur, og getur hver sagnfræðingur dregið hana eins og honum hentar. Svo er algengt, að þeir sem fást við hugarfarssögu gefi sérstakan gaum að alls kyns helgisiðum, hátíðum og athöfnum úr hversdagslífinu, eða jafnvel atburðum, sem virðast miklu heldur heyra undir atburðasöguna. Þótt kenningasmiðir leggi blessun sína á slík vinnubrögð, að svo miklu leyti sem þeir geta túlkað þessa siði, athafnir o. þ. h. sem „tákn“ fyrir „hugarfar" eða „kraftbirtingu hópmeðvit- undar“, er harla erfitt að skilgreina tengslin þar á milli. Þannig er ekki auðvelt að sjá hvað t. d. hátíð sem fylgir föstum skorðum (jafnföstum e. t. v. og bókmenntir, sem Le Goff lítur hornauga einmitt af þeim ástæðum), skyndileg uppþot eða þá kattamorð prentara í Rue Saint-Sévérin í París árið 1730 (svo þekkt dæmi séu nefnd úr þessum fræðum) geta leitt í ljós um það sem hugur einstaklings eða einstaklinga einn veit. Þar sem fræðilegur grundvöllur hugarfarssögu er svo óljós, og þessi grein sagnfræðinnar í rauninni stundum umfangsmeiri en kenningasmiðir vilja vera láta, er því rétt að líta fram hjá kenningunum og reyna í þess stað að huga að grundvelli, verkefni og aðferðum þeirra rannsókna, sem flokkaðar eru undir þessa grein sagnfræðinnar. 4. Hver sá sem hlustað hefur á draugasögu í skíðaskála um niðdimma nótt í stórhríð veit að tilfinningaviðbrögð eru furðulega smitandi og breiðast snögglega út: skyndilega eru allir lamaðir af ótta, sem þeir ráða lítið við, — jafnvel sannfærðir efnishyggjumenn sem hafna allri afturgöngutrú af hug- sjónaástæðum. Slík hræðsluviðbrögð, af jafnlitlum ástæðum, geta breiðst út á ennþá stærri vettvangi. I maímánuði 1969 breiddist sá orðrómur út í Orléans, að konur hefðu horfið á dularfullan hátt, þegar þær voru að máta föt í tilteknum fataverslunum í borginni, — fyrst var nefnd ein verslun en hún varð smám saman að sex. Ein útgáfan af sögunni var á þá leið að kona nokkur hefði brugðið sér inn í verslun til að máta kjól, meðan eiginmaður hennar beið á götunni fyrir utan, en síðan ekki komið út aftur. Þegar eiginmanninn fór að lengja eftir konunni, arkaði hann sjálfur inn í búðina, — en þá vildi enginn kannast við að hafa séð konuna. Kallaði hann á lögregluna, sem gerði umsvifalaust húsleit í versluninni, — og fann konuna 422
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.