Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 27
Hugarfarssaga þá holdsins fjötra-fargi er af oss létt, það fipar oss.) En á seinni hluta 19. aldar hefur þessi ótti alveg snúist við. Þá breiðist út efnishyggja, sem er reyndar í anda Lúkretíusar en hefur þær afleiðingar að menn fara að óttast dauðann vegna þeirrar hættu að kannske deyi sálin einmitt með líkamanum. I örvæntingu sinni snúa menn sér þá til ýmiss konar kenninga eins og spíritisma til að fá þann fagnaðarboðskap að „dauðinn sé ekkert og komi okkur ekki ögn við“, því að eftir hann sé framhaldslíf. Það er augljóst, að hægt er að segja sögu tilfinningar sem er eins sammannleg og jafnframt persónubundin og óttinn virðist vera: tilfinningar af þessu tagi taka á sig ólíkar myndir á hinum ýmsu tímum en ná í hverri mynd til stórra hópa manna. Því má skjóta inn, að það sem vitað er um sögu tilfinninga eins og óttans við dauðann sannar ekki á nokkurn hátt „þróunar- kenningu" R. Sprandel: óttinn breytist, en það er ekki hægt að sjá að viðhorfin verði neitt „skynsamlegri" eða „vísindalegri“ í tímans rás og menn hafi smám saman lært að sigrast á óttanum, — í rauninni eru þeir jafn varnarlausir á 20. öld og á dögum Lúkretíusar. En þá vaknar spurningin: hvernig breiðast tilfinningar eins og ótti út, hvernig getur maður vitað að einhver annar er hræddur og hvernig geta sagnfræðingar, sem koma kann- ske mörgum öldum seinna, vitað eitthvað um þetta? Svarið er einfalt: menn geta aldrei vitað neitt um tilfinningar annarra, jafnvel ekki hvort þeir hafa yfirleitt tilfinningar. Menn geta framkallað hræðsluviðbrögð í skíðaskála með því að látast trúa á draugasögur sem þeir (eða aðrir) segja, og það er engan veginn víst að sumir þeir, sem stuðluðu að útbreiðslu kviksögunnar í Orléans eða létu öllum illum látum fyrir utan fataverslanir hafi sjálfir trúað einu orði af kviksögunni. Sama máli gegnir um galdraofsóknir. Það sem gerist er að menn fá merki hjá öðrum manni eða mönnum um ákveðna tilfinningu, þau merki eru í vissu samhengi og vekja sams konar viðbrögð og tilfinningu hjá þeim sjálfum, kannske á þann hátt að menn komast sjálfir í þetta samhengi, ímynda sér sjálfa sig í sömu aðstöðu eða fara ósjálfrátt að líkja eftir merkjunum. Það sem menn kalla hugarfarssögu er saga slíkra merkja í víðasta skilningi. 5. Allt þetta þarfnast nánari skýringa. Ljóst er að merki þurfa að fylgja ákveðnum reglum, „málfræði“, — sem er að sjálfsögðu harla breytileg í tímans rás — til að menn geti skilið þau, en jafnframt þurfa þau að vísa til 425
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.