Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 28
Tímarit Máls og menningar einhvers annars til að hafa einhver áhrif. Við því má búast að maður sem verður viti sínu fjær af hræðslu við eitthvert sauðmeinlaust kvikindi, t. d. ál, veki aðeins hlátur viðstaddra eða þá gremju. En allt öðru máli gegnir ef sú trú er útbreidd meðal viðstaddra að álar snúi t. d. fætur undan mönnum eða geri einhvern annan óskunda þaðan af verri: þá þarf maðurinn ekki að sýna mikil hræðsluviðbrögð (sem hann getur auðvitað gert sér upp í hálfkæringi) til að sjái í iljar viðstaddra í allar áttir. Við getum til bráðabirgða kallað „hugmyndir“ — í óljósri og breiðri merkingu — það sem er að baki merkja um ótta eða aðrar tilfinningar, en ljóst er að þær geta komið fram í margvíslegum merkjakerfum, sem útiloka að sjálfsögðu ekki hvert annað heldur geta fléttast saman á margvíslegan hátt. Hugmyndin um skaðsemi ála getur t. d. valdið beinum hræðsluviðbrögðum og -merkjum, og það jafnt þótt hún „liggi í loftinu" ef svo má segja og sé aldrei orðuð beint. í öðru merkjakerfi getur hún orðið efni í þjóðsögur, sem eru sagðar eða ritaðar, hún getur gefið tilefni til margs kyns frásagna eða komið fram í lífsreglum (t. d. spakmælum), það er hægt að semja um hana kenningar, sem útskýra hvers vegna álar séu hættulegir (eða sem útskýra, í allt öðru samhengi, hvers vegna menn hafi trúað því að álar væru viðsjárverð kvikindi). Það er líka hægt að tjá hugmyndina í myndum eða sýnilegum merkjum eða þá í minnismerki á áberandi stað eins og t. d. eystri Tjarnarbakkanum í Reykjavík. Munurinn á þessum ýmsu tegundum merkja er sá að sum þeirra — t. d. óttaviðbrögð, töluð orð sem háð eru vissum aðstæðum o. þ. h. — hafa bein áhrif „hér og nú“, önnur geta hins vegar haft áhrif í fjarlægð, hvort sem er í tíma eða rúmi. Þau bera manna á milli hugmyndir, sem eru síðan skilyrði fyrir hræðsluviðbrögðum t. d., og geta beinlínis stuðlað að slíkum við- brögðum, þegar ákveðnum skilyrðum er fullnægt eða þegar ákveðnir þættir koma saman. Ein undirrót uppþotanna í Orléans voru ákveðnar hugmyndir um mansal, sem breiðst höfðu út í alls kyns hasarbókmenntum og orðið að e. k. „þjóðtrú" almennings: við viss skilyrði voru svo kaupsýslumenn, sem af allt öðrum ástæðum höfðu sérstöðu í þjóðfélaginu, settir inn í hlutverk kvennaþjófanna. A 16. öld getur vel verið að frásagnir um bellibrögð galdrakvenna, sem bárust frá borg til borgar, hafi beinlínis valdið því að menn fóru í dauðans angist að leita að líklegum galdranornum og af því hlutust uppþot og ofsóknir. Merki af þessu tagi, sem hafa áhrif í fjarlægð, geta svo breitt út ótta, sem er til staðar án þess að koma fram í afmörkuðum hræðsluviðbrögðum eins og uppþotum, flótta o. þ. h. Þegar hugmyndir og hræðslumerki einhverra einstaklinga hafa komið af stað hræðsluviðbrögðum hóps manna við ákveðnar og afmarkaðar aðstæð- ur, geta þau viðbrögð síðan orðið merki fyrir enn aðra menn, bæði beint og 426
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.