Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 34
Tímarit Máls og menningar
stundum er gert í öðrum málum en frönsku, þegar það er haft yfir það sem
Frakkar telja verkefni hugarfarssögu. I þessu hugtaksvali felst þó enginn
orðhengilsháttur, því að á orðunum „hugmynd" og „hugarfar" er skýr
munur: Þegar talað er um „hugarfar" er jafnan átt við eitthvað sem gerist
innra með mönnum sjálfum, einhvern ákveðinn heilabúskap, sem hægt sé að
skilgreina rökrétt sem slíkan, en „hugmynd“, í þröngum eða víðum skiln-
ingi, er hins vegar aðeins það sem birtist í merkjunum, eins og það kemur
þar fram. Við vitum vel hverjar voru hugmyndir Lúkretíusar um dauðann,
því að hann setti þær ítarlega fram - og sem slíkar höfðu þær áhrif á
lesendur hans fyrr og síðar — en við vitum alls ekki hvað hann hugsaði
sjálfur, hvert var hans eigið „hugarfar“ í þessum efnum. Það getur t. d. vel
verið, að þegar hann sagði í meitlaðri setningu að „dauðinn komi okkur
ekki ögn við“ hafi það einmitt verið af því að dauðinn kom honum sjálfum
meira en lítið við. Paul Veyne getur að sjálfsögðu ekki svarað þeirri
spurningu í samnefndu riti sínu hvort „Grikkir hafi trúað á sínar eigin
goðsögur", en hann skilgreinir á mjög skemmtilegan hátt viðhorf þeirra til
sannleiksgildis goðsagna eins og það kemur fram í þeim „sporum" sem
varðveitt eru, þ. e. a. s. hegðun Forn-Grikkja - „sannleikshegðun" ef svo
má segja — í sambandi við goðsögur. I ljós kemur, að hún var jafnan harla
mótsagnakennd, og er það þá hlutverk sagnfræðingsins að lýsa því hug-
myndakerfi, sem hún byggist á með öllum sínum mótsögnum. Það væri svo
helst verkefni fyrir skáldsagnahöfunda að skyggnast inn í sálarlíf þeirra
manna sem umgengust sannleikann á mjög tvíræðan hátt að okkar dómi:
slík skáldsagnaritun gæti verið þarfleg hliðargrein við sagnfræði.
Segja má því að hugarfar manna og hugmyndirnar að baki merkjunum
séu tvö ólík svið. Þau geta fallið saman að meira eða minna leyti eða alls
ekki, en hvernig sem því er háttað er hugarfarið sjálft fyrir utan alla
sagnfræði. Hugmyndirnar eru hins vegar fullgilt svið: þær öðlast stöðu sína
af því að þær ráða í meira eða minna mæli merkjakeríum og hegðun hóps
manna, og þær er unnt að skilgreina. An þess að ætlunin sé að setja fram
nokkra ákveðna kenningu — slíkt er naumast tímabært og yrði sennilega
verkefni heillar bókar - má gera greinarmun á nokkrum „stigum“ hug-
myndanna, og er þá farið frá því sem óskýrast er og óljósast til hins sem
kemur skýrast fram og auðveldast er að skilgreina. En þess ber að gæta að
öll þessi stig eru nátengd.
1) Óljósasta fyrirbærið á þessu „sviði hugmyndanna" í víðustu merkingu
eru vafalaust tilfinningar eins og ást, ótti, viðbjóður, skynjanir, næmi fyrir
umheiminum, fegurðarskyn, o. þ. h. Þær hafa þó í för með sér viðbrögð,
sem geta verið breytileg í tímans rás en útbreidd á hverjum tíma, og eru
grundvöllur merkja sem hægt er að rannsaka og skilgreina. Nefna má
432