Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 34
Tímarit Máls og menningar stundum er gert í öðrum málum en frönsku, þegar það er haft yfir það sem Frakkar telja verkefni hugarfarssögu. I þessu hugtaksvali felst þó enginn orðhengilsháttur, því að á orðunum „hugmynd" og „hugarfar" er skýr munur: Þegar talað er um „hugarfar" er jafnan átt við eitthvað sem gerist innra með mönnum sjálfum, einhvern ákveðinn heilabúskap, sem hægt sé að skilgreina rökrétt sem slíkan, en „hugmynd“, í þröngum eða víðum skiln- ingi, er hins vegar aðeins það sem birtist í merkjunum, eins og það kemur þar fram. Við vitum vel hverjar voru hugmyndir Lúkretíusar um dauðann, því að hann setti þær ítarlega fram - og sem slíkar höfðu þær áhrif á lesendur hans fyrr og síðar — en við vitum alls ekki hvað hann hugsaði sjálfur, hvert var hans eigið „hugarfar“ í þessum efnum. Það getur t. d. vel verið, að þegar hann sagði í meitlaðri setningu að „dauðinn komi okkur ekki ögn við“ hafi það einmitt verið af því að dauðinn kom honum sjálfum meira en lítið við. Paul Veyne getur að sjálfsögðu ekki svarað þeirri spurningu í samnefndu riti sínu hvort „Grikkir hafi trúað á sínar eigin goðsögur", en hann skilgreinir á mjög skemmtilegan hátt viðhorf þeirra til sannleiksgildis goðsagna eins og það kemur fram í þeim „sporum" sem varðveitt eru, þ. e. a. s. hegðun Forn-Grikkja - „sannleikshegðun" ef svo má segja — í sambandi við goðsögur. I ljós kemur, að hún var jafnan harla mótsagnakennd, og er það þá hlutverk sagnfræðingsins að lýsa því hug- myndakerfi, sem hún byggist á með öllum sínum mótsögnum. Það væri svo helst verkefni fyrir skáldsagnahöfunda að skyggnast inn í sálarlíf þeirra manna sem umgengust sannleikann á mjög tvíræðan hátt að okkar dómi: slík skáldsagnaritun gæti verið þarfleg hliðargrein við sagnfræði. Segja má því að hugarfar manna og hugmyndirnar að baki merkjunum séu tvö ólík svið. Þau geta fallið saman að meira eða minna leyti eða alls ekki, en hvernig sem því er háttað er hugarfarið sjálft fyrir utan alla sagnfræði. Hugmyndirnar eru hins vegar fullgilt svið: þær öðlast stöðu sína af því að þær ráða í meira eða minna mæli merkjakeríum og hegðun hóps manna, og þær er unnt að skilgreina. An þess að ætlunin sé að setja fram nokkra ákveðna kenningu — slíkt er naumast tímabært og yrði sennilega verkefni heillar bókar - má gera greinarmun á nokkrum „stigum“ hug- myndanna, og er þá farið frá því sem óskýrast er og óljósast til hins sem kemur skýrast fram og auðveldast er að skilgreina. En þess ber að gæta að öll þessi stig eru nátengd. 1) Óljósasta fyrirbærið á þessu „sviði hugmyndanna" í víðustu merkingu eru vafalaust tilfinningar eins og ást, ótti, viðbjóður, skynjanir, næmi fyrir umheiminum, fegurðarskyn, o. þ. h. Þær hafa þó í för með sér viðbrögð, sem geta verið breytileg í tímans rás en útbreidd á hverjum tíma, og eru grundvöllur merkja sem hægt er að rannsaka og skilgreina. Nefna má 432
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.