Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 36
Tímarit Máls og menningar íslendingar á söguöld hafi verið stórir vexti og afrendir að afli, o. þ. h. í sameiningu mynda slík trúarbrögð og skoðanir það sem kalla mætti lífs- skoðun eða heimssýn hvers tíma í þröngri merkingu og sagnfræðingurinn verður að finna við rannsóknir og túlkun á heimildum, þar sem heimsmynd af þessu tagi er ekki sett fram skipulega sem slík. 5) Loks verður að telja kerfisbundnar kenningar heimspekinga og hugs- uða, sem eru settar fram á skipulegan hátt í ritum þeirra. Ekki má rugla þessum heimspekikerfum saman við þá heimssýn sem nefnd var hér að ofan, en margvísleg tengsl geta verið á milli þeirra, því að ýmsar skoðanir eða jafnvel heimssýn geta verið einföldun eða myndbreyting á heimspekikerfi, og svo getur heimspekikerfið verið rökrétt og skipuleg útfærsla á því sem upphaflega var samsafn skoðana og trúaratriða. Þótt hægt sé að greina lauslega milli þessara stiga, er ólíklegt að skiptingu af þessu tagi megi nota sem formlegan grundvöll hugarfarssögu, því að í fjölmörgum flóknum fyrirbærum mannlífsins koma þau sennilega öll meira eða minna við sögu. Afstaða manna til dauðans getur t. d. verið — og er sennilega oftast — tilfinning (ótti og angist, sem virðast vera breytileg og mismikil), viðhorf (er dauðinn eðlilegur og nauðsynlegur eins og Lúkretíus hélt fram eða er hann „hneyksli" í sjálfu sér?), skoðun eða trú (er til framhaldslíf eða ekki ?), og heimspekikenning (eins og þær sem Plató og Epikúr héldu fram). Einnig er líklegast að um dauðann séu til goðsögur eða þá mýtur af einhverju tagi, og er þá ekki aðeins átt við söguna um manns soninn sem sté niður til heljar, heldur einnig alls kyns þjóðsagnamynstur eins og söguna um svartklæddu konuna þöglu sem veifaði bíl í Garðabæ að næturþeli og var svo allt í einu horfin í grennd við sáluhliðið í kirkjugarðin- um í Kópavogi. I víðustu merkingu má segja að það séu fyrirbæri allra þessara „stiga“ sem skapa í sameiningu heimsmynd hvers tíma — heildarsafn þeirra hugmynda sem liggja að baki merkjunum. En erfitt er að greiða úr þeirri flækju, og er það kannske eitt helsta vandamál hugarfarssögunnar nú að hafa enga haldbæra kenningu til þess. Til að sigla fram hjá því skeri reyna sagnfræð- ingar að afmarka rannsóknarsvið sín svo skýrt, að ekki verði á það deilt, og mætti jafnvel flokka verkin í stórum dráttum eftir því hvaða leiðir eru farnar til þess. Ein vinsælasta leiðin er sú að rannsaka í sögunnar rás einhverja „grundvallartilfinningu" mannlífsins eða afstöðu manna til einhverra „grundvallarfyrirbæra“, og hafa mörg dæmi þegar verið nefnd, en fleiri mætti taka til: afstöðu manna til barna, til náttúrunnar o. s. frv. Slíkar rannsóknir ná yfirleitt til allra þeirra „stiga“ sem áður voru nefnd, jafnt tilfinninganna sjálfra, margbreytilegra viðhorfa, kenninga o. þ. h., en gall- inn er sá, að þá er gjarnan gengið út frá því að fyrirbærin, sem verið er að 434
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.