Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 44
Tímarit Máls og menningar þau koma fram í myndum, málfari, táknrænum bendingum, helgisiðum eða félagsvenjum. Þegar áherslan færist á þennan hátt frá hugmyndum menntaðra úrvalshópa til hugarfars almennings, hverfur smám saman aðgreining- in milli hámenningar og alþýðumenningar. (Hutton 1981:238—39) Þetta hljómar vel en viðurkenna ber að það reynist óhemju erfitt að „færa áhersluna til.“ Þegar bernskusagnfræðingar fjalla t. d. um samfélög fyrir iðnbyltingu, er hávaðinn af tiltækum ritheimildum ýmis konar skjöl sem varða á einhvern hátt hugmyndir og gildi yfirstéttarinnar. Og þó að notaðar séu aðrar heimildir en hinar skriflegu, reynist ámóta erfitt að nálgast hugarheim alþýðu eins og hið fræga rit Ariés er til vitnis um. Um leið og lýst er „bernskuvitund“ (sentiment de l’enfance) ákveðins tímabils hneigist sagnfræðingurinn til að færa yfir á heildina hugmyndir sem hafa að öllum líkindum aðeins verið einkennandi fyrir lítið brot af íbúunum. Af þessu leiðir að nauðsynlegt er að gefa gaum að sambandi hugmyndafræði og hugarfars annars vegar og hins vegar hvernig ómeðvitaðar/meðvitaðar ástæður orka á hugarfarsþróunina. Hugtakið hugarfar hefur oft verið notað í óljósri merkingu. (Hagen 1984: 6—7) Sumir höfundar láta það ná yfir bæði skýrt orðaðar hugmyndir og óyrt, tilfinningahlaðin viðhorf. Eins og Robert Mandrou notar hugtakið, táknar það m. a. vel skilgreinda hugmyndafræðilega þætti. (Mandrou 1974:331—4) Aðrir höfundar, t. d. Ariés, Jacques Le Goff og Michel Vovelle, vilja aftur á móti gera meira úr hinum ómeðvituðu og duldu þáttum. Með hinu ómeðvitaða á Ariés við í þessu sambandi það sem menn á hverjum tíma skilja illa eða taka alls ekki eftir vegna þess að það er sjálfgefið, hluti af óbreytilegri, náttúrlegri skipan — viðteknar hugmyndir, siðareglur, sæmdarhugmyndir, hið viðurkennda og hið forboðna . . . (Ariés 1983:55) A síðustu árum hefur þessi síðarnefndi skilningur á viðfangsefni hugarfars- sögu, þ. m. t. bernskusögu, rutt sér til rúms: hugarfarssaga fjallar nú í vaxandi mæli um almenningsviðhorf og kenndir sem birtast í athöfnum, bendingum eða jafnvel draumum. (Vovelle 1982:87) Hvað sem þessum skilgreiningum líður, sýnist gagnlegt að greina hér á milli hugmyndafrxbi og hugarfars, einkum þegar ræðir um breytingar á hugarfari almennings. Með hugarfari er þá átt við almennar, undirvitaðar eða ómeðvitaðar hugmyndir og viðhorf, eins og áður er vikið að, en 442
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.