Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 54
Tímarit Máls og menningar að bæði félagslegar og líffræðilegar ástæður eru fyrir því að flestir foreldrar reyna að koma til móts við þarfir barna sinna. Sjónarhorn þeirra sem fjallað er um verður hér að mestu útundan. Tilgáta endurskoðunarmanna, og þá einkum Pollocks, reynir að horfa á málið frá sjónarhóli gerenda sögunnar eftir því sem heimildir leyfa. Pollock túlkar heimildir sínar út frá þeirri grundvallarhugsun að á öllum tímum hafi foreldrar eðlilega tilhneigingu til að ala börn sín upp eins vel og þeim er fært (64). Umönnun barna og uppeldi breytist þess vegna minna en önnur starfsemi í samfélaginu. Ennfremur er áhersla lögð á að það er alltaf mikill einstaklingsmunur á uppeldisaðferðum fólks; þess vegna gefi það ranga mynd af veruleikanum að einblína á breytingu og þróun. Bernskusagnfræð- ingurinn á að hafa augun á hinu stöðuga og samfellda ekki síður en því breytilega (s. 64—5). Endurskoðunarmenn hafa gilda ástæðu til að gagnrýna þá tilhneigingu hjá þróunarsinnum að skerpa skil í uppeldissögunni og vanmeta þar með þá samfellu sem sjálfsbjargarhvöt manna ætti að tryggja. En það dregur allmjög úr gildi þessarar gagnrýni að hún styðst við brotakennda mannsímynd þar sem bernskan er rifin úr samhengi við hlutaðeigandi menningu og samfélag. Með því sneiðir endurskoðunarkenningin snyrtilega hjá þeim vandamálum sem svokallaðir rétttrúnaðarmenn hafa glímt við frá upphafi. Að mínum dómi leysir það ekki vandann að einangra bernskuna frá þróun samfélagsgerðarinnar — og mæli ég þó síður en svo með því að á honum sé tekið út frá hefðbundnu þróunarsjónarmiði. Eitt er t. d. að sýna hlutlægt fram á hve gífurlega hefur dregið úr dánartíðni ungbarna í nútíma- samfélögum, annað er að túlka breytinguna sem merki um að foreldrum hafi allt í einu farið að þykja vænt um börnin sín. Það er í senn villandi og andsögulegt að álíta bernskuvitundina eins konar mælistiku er megi nota til að greina sundur „góða“ foreldra og „slæma“. Eins og önnur huglæg fyrirbæri er bernskuvitundin félags- og menningarleg hugsmíð sem er undirorpin breytingum í tímans rás og kemur auk þess misjafnlega fram hjá ólíkum þjóðfélagshópum á hverjum tíma. Ut frá þessu sjónarmiði má kalla það verðugt verkefni í hugarfarssögu að leiða í ljós þá merkingu sem felst í sérstæðum uppeldisháttum manna á ýmsum tímum. I þessu skyni má eflaust hafa gagn af táknbundnum skiln- ingi mannfræðinnar sem minnst var á að framan. I ljósi hans hafa verið leidd sannfærandi rök að því að ýmsir uppeldissiðir í hefðbundnum, evrópskum samfélögum hafi verið mistúlkaðir og misskildir. Þetta á t. d. við um þann sið að vefja ungbörn reifum — samtímamenn álitu það besta ráðið til að verja börn fyrir kulda og líkamlegri bæklun (Wilson 1984:194-5) — og þann hátt sem svo margir franskir borgarbúar höfðu á ungbarnaeldi, þ. e. að 452
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.