Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 112
Magnús Fjalldal Lítil saga af tveimur tökuorðum í íslenzku Tungumál eru að því leyti lík fornminjum, sem við gröfum úr jörðu, að úr þeim eða öllu heldur orðum þeirra, má lesa langa og oft mjög fróðlega sögu. Hér á ég ekki við þá sögu málbreytinga, sem málvísindamenn sinna, heldur sögu um fólkið í landinu fyrir ævalöngu, hugmyndaheim þess og margvísleg viðhorf. En hvernig í ósköpunum getum við vitað, hvað fólk var að hugsa fyrir til að mynda þúsund árum? Jú, það getum við meðal annars lesið út úr fornum tökuorðum í íslenzku. Tökuorð eru í eðli sínu gestir, sem stundum koma og fara, eða verða þaulsætnir, eða þá ílengjast og samlagast málinu svo vel, að við hættum að taka eftir því, að þeir eru útlendingar. Tökuorð verða alltaf til af þörf. Þeir sem þau nota fyrstir halda alltaf — með réttu eða röngu —, að þeir hafi uppgötvað einhverja hugmynd eða hugtak, sem ekki fyrirfannst í málinu áður, og sé það rétt verður sérhvert tökuorð til þess að auka sameiginlegan merkingarforða málsins, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við skulum að gamni skoða tvö dæmi um tökuorð af þessu tæi, annað að fornu, en hitt að nýju, en bæði ættuð úr ensku. Fyrra orðið er frá þessari öld og líklega frá amerískum hermönnum á stríðsárunum. Þetta er orðskrípið „kornflex," sem vonandi fær hárið til að rísa á höfðum þeirra, sem reyna að vanda mál sitt. Satt er það, að vitlaust og ambögulegt er þetta orð, en þó ekki nærri því eins galið og tökuorðið „guðspjall“, sem við fengum að láni úr fornensku fyrir um það bil 1000 árum og fæstir mundu víst gruna um græsku. Skyldleiki þessara tveggja orða er kominn til með þeim hætti, að í báðum tilvikum reynir íslenzkan að líkja eftir framburði þeirra á enskri tungu. „Kornflex" er á ensku borið fram [k :cnfleiks], en líklega hefur þeim, sem fyrstur potaði þessu orði inn í íslenzka tungu þótt [ei]-hljóðið stutt og gert það að [e]. Hins vegar er það sem gerir orðið svo afkáralegt í íslenzku, hversu mjög það afbakar hina réttu merkingu hins bandaríska orðs. „Corn“ í amerískri ensku þýðir nefnilega ekki korn almennt (eins og það gerir í 510
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.