Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 113
Lítil saga af tveimur tökuorðum brezkri ensku, hér nota Ameríkanar orðið „grain"), heldur jurtategundina maís. „flex“ þýðir svo nákvæmlega ekki neitt í íslenzku eftir því sem bezt er vitað, en „flakes" á ensku er samstofna flögum á íslenzku. Það má því til sanns vegar færa, að hér hefði verið betra að tala um maísflögur, en í því efni verður varla neinu breytt, því að tungumál eru ekki þægari heldur en þeir sem tala þau og hegða sér því miður ekki alltaf sem bezt. Guðspjall er ættað úr fornensku. Það er upphaflega tvö orð, lýsingarorð- ið „gód“, þ. e. góður og „spell“, sem í fornensku merkir fréttir eða tíðindi. Þetta er sumsé orðrétt þýðing á gríska orðinu „evangelium", sem táknar fagnaðarboðskap eða góðar fréttir. Seinna runnu bæði orðin saman, og líklega hefur verið farið að rita þau í einu orði og án þess að setja lengdarmerki á fyrri sérhljóðann (þ. e. godspell), þegar Islendingar komust fyrst í kynni við það. Hin íslenzka útgáfa orðsins er að sjálfsögðu komin til með kristninni, og hún er að mörgu leyti enn vitlausari en kornflexið, og er þá langt gengið. Við skulum nú doka ögn við og rýna í, hvað lesa megi út úr orðinu guðspjall á íslenzku. Ef við reynum á annað borð að lesa eitthvað út úr orðinu, þá gæti manni dottið það fyrst í hug, að fagnaðarerindið væri fólgið í því að spjalla við Guð almáttugan. Hræddur er ég um, að sprenglærðir guðfræðingar hefðu eitt- hvað við þá túlkun að athuga. Þó er hún einkar sakleysisleg miðað við þá möguleika, sem blasa við, ef lengra er haldið. Við skulum til að mynda hugleiða sögnina að spjalla í íslenzku, þ. e. a. s. í merkingunni að skemma eða ónýta, og ef enn lengra er haldið og litið á orð eins og sifjaspell og spjallaðar meyjar, erum við farin að fremja hreinasta guðlast, og það á sjálfu fagnaðarerindinu. Því er oft varpað fram, að málskyni fólks og máltilfinningu fari sífellt hnignandi, og þeir sem lengst ganga í slíkum ásökunum mundu eflaust bæta því við, að slík andans úrkynjun hefði hafizt þegar á 14. öld, er bókmennta- leg gullöld Islendinga leið undir lok. Það má svo sem vel vera, að þessi kenning sé rétt, en eitthvað finnst mér samt, að málsmekk þeirra kristni- tökumanna hafi verið áfátt daginn sem að orðskrípið „guðspjall" fæddist. 511
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.