Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 114
Umsagnir um bækur
ORÐ
Um nýraunscei
Það er háttur hverrar kynslóðar að segja
að sú sem fór næst á undan hafi verið all-
heimsk. Og hún bregst náttúrlega ó-
kvæða við. Svoleiðis er lífið. En lífið er
ófræðilegt, í aðalatriðum. Það á bók-
menntasagan hins vegar ekki að vera, í
aðalatriðum.
Þess vegna verð ég steinhissa í hvert
skipti sem ég sé ólíka höfunda áttunda
áratugarins spyrta saman og kallaða „ný-
raunsæishöfunda“ eða „nýraunsæja hóp-
inn“. Hvaða skilningur er þá lagður í
hugtakið „raunsæi“. Og hvað var „nýtt“
við þetta raunsæi og þar með frábrugðið
„gamla raunsæinu"?
Fyrir rúmum hundrað árum hófst á
Norðurlöndum það sem kallast á norsku
„det moderne gjennombrudd" þ.e. tíma-
bilið þegar „nútíminn" ruddi sér til
rúms, bæði í vísindum og listum. Tals-
menn nútímans í bókmenntunum, með
Georg Brandes í broddi fylkingar, gagn-
rýndu þjóðfélagið harkalega og vildu
breyta því, afhjúpa samfélagslegar lygar,
segja sannleikann. Brandes var á því að
„raunsæið" hentaði nútímamönnum
best til að fást við samtíma sinn og það
„raunsæi" sem hann bað um var meira
en yfirborðsleg veruleikaeftirlíking.
Stefnuskrá Brandes var ekki minna póli-
tísk en fagurfræðileg, „raunsæi" hans
var gagnrýnið raunsæi, það átti að fara
undir yfirborðið og afhjúpa hin raun-
verulegu samfélagsmein. Raunsæiskrafa
hatis var lituð af natúralismanum þó að
hann væri andsnúinn honum. Margir
höfundar fylktu sér undir þetta merki en
það kom á engan hátt í veg fyrir að þeir
væru formlega leitandi bæði í meðferð
máls og tilraunum með nýjar frásagnar-
aðferðir.
Það má skemmta sér við að bera sam-
an raunsæishugtök uppreisnarkynslóð-
anna 1870 og 1970. Á báðum tímabilun-
um ríkti ákveðin trú á að bókmenntirnar
gætu verið „baráttutæki" og hefðu sam-
félagslegu hlutverki að gegna. Á áttunda
áratugi tuttustu aldarinnar átti líka að
afhjúpa þjóðfélagslygar í bók-
menntunum og segja sannleikann um
samfélagið og gerð þess. Flestir voru á
því að til þess væri „raunsæi" miklu
betur fallið en módernismi. En rithöf-
undarnir mynduðu engan „hóp“ og það
var enginn Georg Brandes. Mönnum
bar alls ekki saman um hvað væri „raun-
sæi“ og þar af leiðandi ekki hvað væri
ekki raunsæi. Það var talað um „sósíal-
ískt raunsæi" og „gróteskt raunsæi" og
„furðusagnaraunsæi“ og guð má vita
hvað.
Áttundi áratugurinn var tími nýrra
fjölmiðla og fjölmiðlunar á íslandi og
það ríkti formlegt eirðarleysi meðal
listamanna; höfundar eins og Ólafur
512