Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 114
Umsagnir um bækur ORÐ Um nýraunscei Það er háttur hverrar kynslóðar að segja að sú sem fór næst á undan hafi verið all- heimsk. Og hún bregst náttúrlega ó- kvæða við. Svoleiðis er lífið. En lífið er ófræðilegt, í aðalatriðum. Það á bók- menntasagan hins vegar ekki að vera, í aðalatriðum. Þess vegna verð ég steinhissa í hvert skipti sem ég sé ólíka höfunda áttunda áratugarins spyrta saman og kallaða „ný- raunsæishöfunda“ eða „nýraunsæja hóp- inn“. Hvaða skilningur er þá lagður í hugtakið „raunsæi“. Og hvað var „nýtt“ við þetta raunsæi og þar með frábrugðið „gamla raunsæinu"? Fyrir rúmum hundrað árum hófst á Norðurlöndum það sem kallast á norsku „det moderne gjennombrudd" þ.e. tíma- bilið þegar „nútíminn" ruddi sér til rúms, bæði í vísindum og listum. Tals- menn nútímans í bókmenntunum, með Georg Brandes í broddi fylkingar, gagn- rýndu þjóðfélagið harkalega og vildu breyta því, afhjúpa samfélagslegar lygar, segja sannleikann. Brandes var á því að „raunsæið" hentaði nútímamönnum best til að fást við samtíma sinn og það „raunsæi" sem hann bað um var meira en yfirborðsleg veruleikaeftirlíking. Stefnuskrá Brandes var ekki minna póli- tísk en fagurfræðileg, „raunsæi" hans var gagnrýnið raunsæi, það átti að fara undir yfirborðið og afhjúpa hin raun- verulegu samfélagsmein. Raunsæiskrafa hatis var lituð af natúralismanum þó að hann væri andsnúinn honum. Margir höfundar fylktu sér undir þetta merki en það kom á engan hátt í veg fyrir að þeir væru formlega leitandi bæði í meðferð máls og tilraunum með nýjar frásagnar- aðferðir. Það má skemmta sér við að bera sam- an raunsæishugtök uppreisnarkynslóð- anna 1870 og 1970. Á báðum tímabilun- um ríkti ákveðin trú á að bókmenntirnar gætu verið „baráttutæki" og hefðu sam- félagslegu hlutverki að gegna. Á áttunda áratugi tuttustu aldarinnar átti líka að afhjúpa þjóðfélagslygar í bók- menntunum og segja sannleikann um samfélagið og gerð þess. Flestir voru á því að til þess væri „raunsæi" miklu betur fallið en módernismi. En rithöf- undarnir mynduðu engan „hóp“ og það var enginn Georg Brandes. Mönnum bar alls ekki saman um hvað væri „raun- sæi“ og þar af leiðandi ekki hvað væri ekki raunsæi. Það var talað um „sósíal- ískt raunsæi" og „gróteskt raunsæi" og „furðusagnaraunsæi“ og guð má vita hvað. Áttundi áratugurinn var tími nýrra fjölmiðla og fjölmiðlunar á íslandi og það ríkti formlegt eirðarleysi meðal listamanna; höfundar eins og Ólafur 512
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.